Hann bara neitaði að mæta

Fær þetta staðist? Getur Svavar "samningamaður" Gestsson bara neitað að mæta á fund fjárlaganefndar? Er hann kannski ekki heill heilsu og kemst ekki úr húsi? Er hann mögulega staddur erlendis upptekinn við samningagerð fyrir þjóðina sem enga þolir bið og kemst því ekki?

Núna leikur mér vorvitni á að vita hvernig Steingrímur Joð bregst við. Hann sagðist bera fulla ábyrgð á Svavari Gestssyni og nú skal hann þá fá manninn til að standa fyrir máli sínu og gera hreint fyrir sínum dyrum.

Ef það er svo að Svavar hafi vísvitandi leynt upplýsingum fyrir Össuri utanríkisráðherra er það þá svo að hann geti gert það án þess að nokkur annar viti af því? Ég segi fyrir mig að það finnst mér ekki sennilegt. Ekkert get ég fullyrt um staðreyndir málsins annað en það sem fjölmiðlar hafa birt en það sem hafa má úr fjölmiðlum vekur ekki traust á ráðamönnum.

Enn sem fyrr þegir Jóhanna Sigurðardóttir þunnu hljóði. Þetta eru leiðtogar í lagi.


mbl.is Svavar neitaði að mæta á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neitaði svavar að mæta, eða meinaði guðbjön hannesson einfaldlega minnihlutanum að hringja í svavar og kalla hann fyrir nefndina? Vinnubrögð samfylkingarinnar í þessu máli, eins og mörgum öðrum málum hafa verið undarleg, og ekki til fyrirmyndar. Flokkurinn hefur verið í alls kyns baktjaldamakki og sóðalegum vinnubrögðum. Það kæmi ekki á óvart þó alls ekki hefði verið haft samband við Svavar, en guðbjartur og co. væru bara að koma í veg fyrir að kallinn yrði kallaður fyrir nefndina.

joi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:03

2 identicon

Hve lengi ætlar þjóðin að leyfa gömlum allaböllum að taka sig í ra...?

Ólafur (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband