Æ sé gjöf til gjalda, eða hvað?

Nei og aftur nei! Núna geri ég eins og einn ráðherrann. Ég blogga um miðja nótt. Ég er að bíða eftir að 25 ára partýið klárist. Það er búið að vera gaman hjá þeim.

Ríkisstjórn Íslands, (frá forsætisráðherra er ekki svör að fá) er einhver ástæða til að fá lán frá Hollendingum, Bretum og Þjóðverjum til þess eins að greiða þeim innistæður þeirra á reikningum einkafyrirtækja?

Það má vera að svo sé. Ef svo er vil ég fá að vita hvers vegna það er.

Sjáið til, ég á ekki þátt i rekstri Landsbankans, Glitnis eða Kaupþings. Ég á engin hlutabréf eða hagsmuni í rekstri þessara banka umfram aðra. Ég bað ekki neinn þessara aðila að ávaxta mitt pund erlendis. Ég er launamaður sem á engin hlutabréf eða skuldabréf neins staðar. Hvers á ég að gjalda?

Mér er ljóst að einhvers staðar djúpt á bakvið er lánsfjárþurrð sem olli lokun lánalína og ..... bla bla bla! Ég og mitt fólk tók engin alþjóðleg lán! (tja, satt best að segja tók ég sjálfur eitt lán í Jenum og Svissneskum frönkum en sem betur fer er lánið það lágt að það ríður okkur ekki að fullu.) Ef það er eitthvað sem skýrir þá breytingu á afstöðu Íslands að "láta ekki kúga okkur" til að spyrða saman ICESAVE og AGS (IMF) og að fá lán hjá Þjóðverjum, Hollendingum og Bretum til að greiða þeim sjálfum þá krefst ég þess að fá að vita hvað olli því! Ég krefst þess!

Ólíkt þessum druslum og óþjóðalýð sem réðst á höfuðstöðvar lögreglunnar fyrir áeggjan söngvarafávitans (sem býr ekki einu sinni á landinu) tel ég að besta leiðin út úr vandanum sé að ræða saman. Þess vegna fer ég fram á að ríkistjórn landsins upplýsi mig um hvað veldur því að synir mínir eiga að greiða Þjóðverjum milljarða á milljarða ofan til að endurgreiða innistæður sem einkafyrirtæki stofnaði til. Það er einhver ástæða sem liggur þarna fyrir og ég vil að stjórnvöld segi mér hver hún er. Ég krefst þess!

Mér er ljóst að diplómatían er þannig vaxin að ekki er hægt að upplýsa alla um allt en þegar kemur að því að rýja mig inn að skinni fyrir eitthvað sem aðrir gerðu og svo ekki skýra mér frá því hvers vegna það er, ja, þá er mér nóg boðið. Rugludallarnir í Saving Iceland hafa ekki mína samúð en það er farið að þrengja illilega að mínum kostum.

Upplýsið mig!


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

How I wish your Government would get it's head in gear and bring in a Law to freeze the assets of the so called "utrasavikingur"......Private Jets, Yachts, Football clubs......It would be justice if the men that put you where you are had to pay their debts. It would also be a good idea to put a few Bank Directors in jail under a "suspected embezelment of fund" as well...

From the british tax payers whose money was used to fund your " Utrasavikingur" debts..Now your money is also being used to pay for their debts.... We have no problem with the Icelandic Public...You are our friends, not our enemy....Just lets get the gangsters who brought this about! Please!

Good luck Iceland....I hope it all works out well for you. Best regards from a rather cold UK.........

Fair Play (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 04:16

2 identicon

Það hafa fáar skýringar ef nokkrar komið fram frá stjórnvöldum  um það hvernig skuldasöfnun Kaupþings í Þýzkalandi  hnýtist nú allt í einu inn á klafa almennings í framtíðinni.  Þar sem um dóttirfyrirtæki Kaupþings mun hafa verið að ræða og því sú starfsemi á ábyrgð Þýzka ríkisins.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:18

3 identicon

Inneignareikningar Kaupthing Edge í Þýskalandi eru alls ekki á ábyrgð þýska ríkisins, og eru heldur ekki á ábyrgð ESB. Ábyrgðin var ein hjá Kaupthing Edge.

Við þessu var varað mjög oft við í Þýskalandi! Það skýrir líklega afhverju svo fáir opnuðu þar innistæðureikning (30.000 er ekki mikill fjöldi í rúmlega 80.000.000 þjóðfélagi). Án þess að þekkja þessa 30.000 manns sem stofnuðu innlánsreikning, tel ég mig vita að þeir voru að leita að mjög góðum vöxtum, og voru tilbúnir að taka "smá" áhættu.

Peer Steinbrueck, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur ekki mikla samúð með þeim Þjóðverjum sem stofnuðu reikninga hjá Kaupthing Edge, það hefur hann sagt í sjónvarpsviðtölum. En auðvitað verður hann að berjast fyrir rétti Þjóðverja þar sem það er hægt, það er hans umboð. Það hefur nú tekist.

Ég er ekki sáttur, þar sem mér finnst ekki mikið réttlæti í þessu öllu saman. Hvað hefur íslenska þjóðin með Kaupthing Edge að gera?

Ég skil Þjóðverja mjög vel, og finnst að þeir og þeirra stjórnvöld hafa hagað sér til mikillar fyrirmyndar. Mikil þolinmæði, skilningur á okkar málum osfrv. Þeir eiga eftir að reynast okkur vel.

áhugasamur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:24

4 identicon

Á RUV.IS las ég þessa setningu: 

"Kaupþing Edge var dótturfyrirtæki Kaupþings í Þýskalandi og fellur þar af leiðandi undir tryggingasjóð þar í landi - í það minnsta hefur það verið skilningurinn hér á landi."

Skilningur á Íslandi er rangur! Allir bankar sem starfa í Þýskalandi (og þeir eru margir) geta sótt um að taka þátt í sameiginlega tryggingasjóðnum. Þeir bankar sem ákveða svo skuldbinda sig til að greiða ákveðnar upphæðir í þennan sjóð, og síðan að hjálpa hinum bönkunum, ef þeir lenda í vandræðum.

Kaupthing Edge tók ekki þátt í þessum tryggingasjóði! Því er hann einn í ábyrgð, enginn annar, og þá sérstaklega ekki íslenska þjóðin!

Hollenski bankinn ING DiBa er dæmi um hollenskan banka sem tekur þátt í þessum tryggingasjóði. ING DiBa starfar semsagt í Þýskalandi sem þýskur banki. Það gerði Kaupthing Edge aldrei. Því var ávallt varað við að opna reikning hjá Kaupthing Edge.

áhugasamur (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband