Fáið einhvern í málið sem skilur fundarstjórn.

Í upphafi fundar tók "fundarstjóri" upp á því að halda all-langa framsögu og ota sér fram eins og hann hafi talið að u.þ.b. 1500 manns hafi komið til að hlusta á hann sjálfan. Hann minntist á hluti eins og kurteisi og málefnalegar umræður og gerði sig um leið ítrekað sekan um dónaskap og dylgjur.

Mér gengur ekki til að bera blak af þingmönnum og ráðherrum sem þarna voru komin. Mér finnst bara rétt að benda á að með svona framgöngu missa menn trúleika hratt.

Fundarstjóri lagði ríka áherslu á að 4 framsögumenn fengju 5-7 mínútur hver og gengið yrði eftir því að tímamörk væru virt. Ekkert þeirra sem höfðu framsögu hélt sin neins staðar nálægt þeim tímamörkum. Reyndar var það svo að fyrstu 2 framsögumennirnig tóku sér um það bil hálftíma. Fundarstjóri gerði ekki neitt til að stýra þeim hluta farsans. Það var ekki fyrr en kom að því að ráðherrar svöruðu svöruðu spurningum fundarmanna að tímamörkum var fylgt eftir og í einhverjum tilvikum fékk svarandi ekki einu sinni þann tíma sem lagt var upp með.

Þeir sjá það sem vilja að svona prump leysir engan vanda, engum spurningum verður svarað, ekkert til lykta leitt. Allt sem út úr þessu fæst er að espa þá sem mæta og það má leiða að því líkur að þeir sem á annað borð mættu hafi verið æstir fyrir. Sem sagt, svona fundir hafa engan annan tilgang en að espa og æsa. Egna fólk hvert gegn öðru. Einfeldningar sem sjást ekki fyrir telja sig líkast til vera að gera eitthvert gagn og vinna þjóðinni heilt en mér koma helst til hugarorð K.N.

Heimskingjarnir hópast saman

Hefur þar hver af öðrum gaman

Eftir því sem þeir eru fleiri

eftir því verður heimskan meiri.´

Þess voru skýr merki í Háskólabíói í kvöld, rétt eins og á Lögreglustöðinni á laugardag.


mbl.is Láti sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér. Tek undir hvert orð.

Keðja,

Halli 

Halli (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þetta var bæði fínn og skemmtilegur fundur.  Ekkert prump eins og þú heldur ranglega fram.

En auðvitað á ríkisstjórnin ekki sjö daganna sæla.  En hún stóð sig vel á fundinum.

kv.

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 24.11.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ég var ekki á staðnum og efa ekki að fundurinn hafi verið skemmtilegur. Það sem ég er að finna að (fyrir utan sjálfan tilganginn) er hvernig að hlutunum og stjórnun var staðið.

Prumpið felst ekki síst í því að láta vesalings Einar Má flytja vandræðalega barnalega tölu sem var einhvern veginn gersamlega úr sambandi við raunveruleikan. Þarna voru mörg önnur dæmi um það sama.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 24.11.2008 kl. 23:29

4 identicon

Einu orði sagt frábær fundur og framsögumenn með þeim betri, fundarstjórinn frábær og fyrirgefðu enn ég var ekki var við neinn dónaskap af hans hálfu.

Fjármála og menntamálaráðherra stóðu sig afleitlega ! það getur vel verið að þarna hafi verið hópur af heimskingjum, en varla eru það neinar mannvitsbrekkur sem láta hrokafulla stjórnmálamenn berja sig og ræna!!!þessi ríkis(ó)stjórn á að fara og hún á að fara strax! ásamt seðlabankastjórninni allri   og ALLIR í FME.

ag (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:46

5 identicon

Hjartanlega sammála þér. Hvar voru málefnin?

Voru menn að mæta þarna til þess að hrópa að ríkisstjórninni?

Flott að sjá þó að allir stóðu við sitt og svöruðu spurningum sem var beint til þeirra.

Kiddi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:50

6 identicon

Horfði á útsendingu frá fundinum og er alveg sammála þér um fundarstjórnina. Frummælendur fóru allir langt fram úr boðuðum tímamörkum án nokkurra athugasemda fundarstjóra. Ráðherrar voru hins vegar rækilega minntir á tímamörk. Fundarstjóri gerði sig ítrekað sekan um þann dónaskap sem hann var sjálfur að biðja fólk um að forðast og ekki leiddist honum heldur sviðsljósið. Í byltingum koma yfirleitt fram sjálfsprottnir leiðtogar. Í þessari byltingu hefur enginn enn séð dagsins ljós og ljóst er a.m.k. að fundarstjórinn sjálfumglaði er ekki leiðtogaefni. 

Gulli (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 09:28

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Maður líttu þér nær.

Hörður B Hjartarson, 25.11.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband