Sykurskert

Þessi yfirgangur í Jóni Gnarr og félögum er ótrúlegur.

Þessi frétt er fáránleg. Það er ekki verið að lækka neitt! Það er verið að hækka minna en til stóð. Í ofanálag er okkur boðið uppá minni þjónustu ef við viljum fá meiri lækkun á hækkuninni.

Hjá mér háttar þannig til að mínar tunnur standa á lóðarmörkunum. Það er að segja úti við innkeyrsluna sem liggur að bakhúsi fyrir aftan mitt hús. Innkeyrsluna á Borgin. Ég trúi illa að bakhúsið verði neytt til að greiða aukreitis fyrir sorphirðu þó að lóð þess húss sé meira en 15 metra frá götu einfaldlega af því að þau eiga þess ekki kost að hafa sorpílát sín nærri götu. Ef það hús þarf ekki að greiða þarf ég það ekki heldur í nafni jafnræðis. Nú er að sjá hvernig þetta verður framkvæmt.

Kókómjólk er í grófum dráttum mjólkurafurð með alls kyns aukabúnaði og bragðefnum. Meðal þeirra er ótæpilegt magn af sykri. Reyndar er líka á boðstólunum kókómjólk sem ekki er búið að bæta alveg jafn miklum sykri í. Sú er kölluð sykurskert. Þetta er jafnast á við vitleysuna sem borgin lætur frá sér núna. Hækkun er kölluð lækkun af því að hún er minni en hún átti að vera.

Orðið vitskert kemur upp í hugann.


mbl.is Borgin lækkar sorphirðugjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ólafur, ég bý við sömu aðstæður og þú; þ.e. aðeins veggur skilur að gangstétt og sorpílát. Myndi giska á að vegalengd frá sorpbíl og að íláti séu í mesta lagi 3 metrar.

Fáum við þá ekki afslátt???

Kolbrún Hilmars, 30.6.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband