Svona dálítið eins og "Let them deny it"

Nixon kunni að láta menn finna til tevatnsins. Eitt af því sem hann notaði til að koma höggi á sína andstæðinga var að bera þá sökum, hversu fáránlegar sem þær voru, og láta þá síðan eyða púðri og trúverðugleika í að neita. Mér líður dálítið svipað þegar ég núna fæ í annað sinn skeyti í boði Svandísar Umhverfis. Bifreiða og úrvinnslugjalds álagning er komin í hús í annað skipti á árinu. Í bæði skiptin eru þetta tæp tuttugu og fimm þúsund. Hvaðan er sú upphæð komin og hvað réttlætir hana?

Málið er að þetta er ekki stærð sem er byggð á neinu öðru en skattpíningaræði núverandi ríkisstjórnar. Það er til einhver kolefnisstuðull sem stuðst er við þegar þessi gjöld eru lögð á. Þessi stuðull er ekki endilega til fyrir allar tegundir bifreiða og þegar hann er ekki þekktur er lagt á eitthvert gjald sem að miðist við þyng bifreiðar. Gjaldið er haft eins hátt og hægt er og miðað við versta mögulega stuðul sem bifreið í hverjum þyngdarflokki gæti haft. Ef ég er ekki sáttur þarf ég að sanna að gjaldið sé rangt. Ég þarf sjálfur að sanna að ég sé ranglega skattpíndur af yfirvöldum. Ég þar að leggja út í auka kostnað og vinnu við að afla mér gagna sem sanna að yfirvöld leggja á mig of háar álögur.

Það er ekki nóg að bara einhver geðþóttaákvörðun sé látin liggja til grundavallar álagningar þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um koltvísýringslosun heldur fylgir lögunum ótrúleg þrenging á rétti mínum til að fá leiðréttingu. Ég hef ekki nema 30 daga frest til að fá leiðrétt þegar á mér er brotið með þessari álagningu. Fær þetta staðist? Getur yfirvaldið í Umhverfisráðuneytinu valtað yfir mig og sagt mér að ef ég ekki átta mig eða ver mig innan þrjátíu daga skuli ranglætið bara standa eins og því er úthlutað. Djöfulsins dónar. 

Hvað gengur á? Er það eðlilegt að Umhverfisráðherra geti bara yfirskotið eftir geðþótta og skattpínt í þeirri von að ég hafi ekki efni á að afla mér gagna sem sanna að ranglega sé að þessu staðið. Eru það eðlileg vinnubrögð og framkoma við þegna landsins að leggja á gjöld sem eru vísvitandi of há í þeirri trú að sem flestir bara borgi og þegi.

Nú skilst mér að Umferðarstofa taki að sér að finna út réttan stuðul fyrir hverja bílategund fyrri sig en þessar upplýsingar eru síðan seldar. Ég get sem sagt keypt réttar upplýsingar af US og vopnaður þeim þarf ég að kæra niðurstöðu Svandísar dóttur ICESAVE höfðingjans. Ef mark er tekið á minni kæru er gjaldið lækkað og mismunurinn á "réttri" upphæð og ofáætlaðir upphæð sem hefur verið greidd verður síðan vonandi endurgreiddur.

Þetta er óþolandi líður sem þjóðin fékk í hausinn eftir síðustu kosningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband