23.11.2009 | 12:38
Umsvif í heilbrigðiskerfinu
Ríkisstjórn íslands, með Álfheiði Ingadóttur í fararbroddi, ætlar að skera hressilega niður í heilbrigðiskerfinu. Sparað skal strax án tillits til afleiðinga.
Man fólk eftir útvarpsviðtali við þessa konu fyrir rúmri viku? Í þessu viðtali sagði Heilbrigðisráðherra, vinstri-græn Álfheiður Ingadóttir frá því að til stæði að flytja inn sjúklinga til aðgerða hérlendis vegna þess að "biðlilstar eru tiltölulega stuttir"! Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig hægt er að fjölga verkefnum í heilbrigðiskerfum ef það eru biðlistar yfir höfuð?
Mér er ljóst að þessum sjúklingum fylgja greiðslur. Ef peningar eru málið og ef ástæðan fyrir tilvist biðlista er sú að ríkið kýs að láta lögbundna heilbrigðisþjónustu ekki té er mér spurn hvort yfirvöld hafa ákveðið að innleiða biðlista á ný. Biðlistar eru ekkert annað en pólitískt stjórntæki og nú hefur ríkisttjórnin ákveðið að nota þá aftur.
Gagnrýna niðurskurð í heilbrigðiskerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.