13.10.2009 | 08:59
Afleiðingarnar þessarar vitleysu voru algerlega fyrirséðar.
Ríkið hækkaði álagningu á áfengi til að auka skatttekjur af áfengissölu. Það sem gerist, algerlega fyrirséð, er samdráttur í sölu áfengis. Einhver hluti þessa samdráttar er vegna minnkandi neyslu, einhver hluti er vegna aukins smygls og einhver hluti er vegna heimabruggunar.
Nú skilja menn náttúrulega sykurskattinn.
Það sem er ekki ljóst í hvelli er hvort þessi aukna álagning á áfengi skilaði tilætlaðri aukningu á skatttekjum eða bara stækkun þess hóps sem píndur er með þessari auknu álagningu. Það sem er dagljóst er að þessi skattbrálaða ríkisstjórn er orðin stórhættuleg þegar hún er farin að reifa hugmyndir um fjölgun skattþrepa og aukið flækjustig skattkerfisins með tilheyrandi ánauð almennings. Hugmyndir um að "hátekjuskattur" leggjist á tekjur umfram 500þ og hugsanlega annað hærra þrep einhvers staðar þar ofar.
Þetta er bilun sem þarf að stöðva.
Sala á áfengi minnkar um 14% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins kominn maður af viti á Moggabloggið!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.10.2009 kl. 09:31
Þetta er svona álíka vel hugsað og 900þ krónu hámarkslaunin. Forsætisráðherra hefur kannski 900þ í grunnlaun, en hún fær síðan greitt fyrir hverja nefnd sem hún situr í, fær bílastyrk, símastyrk, fatastyrk, húsnæðisstyrk (ef hún skráir lögheimi sitt í sumarbússtaðinn sinn) og ábyggilega einhverja fleiri styrki sem ég kann ekki að nefna.
Síðan er hún með lífeyriskerfi sem engri almennri stétt á Ísland býðst. Að segja að enginn megi vera með hærri laun en forsætisráðherra er lýðskrum af verstu sort.
Seðlabankastjóri fær sín laun en fær síðan greitt sérstaklega fyrir að vera í Peningamálanefnd!!! Starf hans ER að vera í Peningamálanefnd. Af hverju fær hann greitt sérstaklega fyrir það?
Þessi 900þ króna hámarkslaun munu ekki þýða neitt. Bankastjórarnir munu fá 900þ í grunnlaun og síðan annan 900þ ef þeir mæta í vinnuna. Þriðja 900 fyrir að mæta á stjórnarfundi og fjórða 900þ fyrir að sitja í lánanefnd. Stjórnmálamennirnir eru búnir að setja viðmiðið og þannig munu "ríkisbankarnir" leysa sín launamál. Hlunnindi, fríðindi, aukagreiðslur og styrkir, sporslur og útlagður kostnaður. Í stað þess að geta litið á launaseðil bankastjóranna og í framhaldinu allra bankastarfsmanna í landinu til að sjá hvað þeir eru með í laun, þarf að grafa niður í allar aukagreiðslurnar. Launkerfi lækna verður ennþá verra og á eftir fylgja lögmenn og dómarar. Greitt verður sérstaklega fyrir að fá mál í dómssal og aukalega fyrir hvern dóm. Greitt verður bónus fyrir hverja aðgerð sem læknir framkvæmir....úpps. Það er víst orðið þannig nú þegar.
Algerlega ógagnsætt launakerfi verður komið á eftir 3-4 ár.
Maelstrom, 13.10.2009 kl. 09:57
Það var sennilega búið að hugsa þetta út.
Hækka áfengið og auka þar með brugg sem þarf svo á miklum sykri að halda.
Þá er hægt að finna út "hagstæðar tölur" ef tekið er út áfengissala (aðeins hálfvitar (eins og Neikvæða Nornin og Nei-maðurinn Nágrímur) halda að neysla sé sú sama og sala ÁTVR) er skoðuð. Þess vegna má lækka framlögur f. Vog og aðrar meðferðastofnanir.
Það er bara að sýna sig þessa dagana að mesta og stærsta ógn Íslands er Forsætisráðherfa.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:02
Mér sýnist í fljótu bragði að minnkun í tekjum á virðisauka og þeim áfengisgjöldum sem fyrir voru vegna 14% samdráttar vegi þyngra en sá skattur sem fæst með þessum auknu áfengissköttum. Og já.... algjörlega fyrirsjáanlegt.
Ég fór í ríkið eftir síðust hækkun og spurði hvar landinn væri... það þótti engum fyndið.
Varðandi hátekjuskatt þá finnst mér fínt að setja þrep við 900 kallinn. Þeir sem eru með hærri laun eru hvort sem er að mestu að borga 10% skatt.
Auðvitað er gjörsamlega ósanngjarnt að refsa fólki með hærri tekjur með aukinni skattheimtu. Þess vegna væri miklu nær lagi að hækka fjármagnstekjuskatt frá 10% upp í það sama og venjulegt fólk borgar.... allavega eitthvað í áttina.
kv e
einar (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:14
ég hef aldrei haft 500 þús eða meira í laun, og finnst í fínu lagi að fólk sem á það mikið borgi meira til samfélagsins.
GunniS, 14.10.2009 kl. 00:39
Af hverju finnst þér það GunniS?
Er það fólk að fá meira frá samfélaginu? Það er vissulega ekki að fá minna eins og hann Árni M sýndi þegar hann var að sækja styrki í sveitafélaið sem hann bjó ekki í þótt hann væri á súper launum.
Það er þekkt að áfengisneysla eykst í kreppu og þegar vandamál steðja að. Ríkið ætlaði greinilega bara að nota sér það og láta þá lægst launuðu blæða aðeins meira. Þetta skiptir það fólk jú mestu máli. Algjör aumingjaskapur að gera svona. Fólk þarf að lyfta sér upp.
Teitur Haraldsson, 14.10.2009 kl. 15:47
GunniS: Fólk með 500þ eða meira í laun ER AÐ BORGA MEIRA einfaldlega vegna þess að skattheimtan er hlutfallsleg. Um síðustu helgi var reyndar geysi fróðleg grein í Davíðsblaðinu (sem ég kaupi og mun kaupa) þar sem sýnt var fram að að hæstu tekjuhópparnir fá meiri hluta launa sinna af fjármagnstekjum en þeir sem lægri hafa launin. Þeir greiða þar með hlutfallslega minna. Það má laga með hærri fjármagnstekjuskatti. Þar ber samt að fara varlega í sakirnar.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 16.10.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.