14.8.2009 | 13:16
Endemis misskilningur
Það er undarlegt hve þáttakendur í Borgarahreyfingunni eru blindir. Þessi félagsskapur á ekki og hefur aldrei átt neina von. Sameiginlegur grundvöllur var óánægja. Óánægja með eitthvað og allt. Einn var óánægður með Sjálfstæðisflokk og hans fortíðar framgöngu, annar var óánægður með Fylkinguna og þeirra stefnumál. Enn einn var óánægður með þróun verðlags eða ástandið í efnahagsmálum. Semsagt grundvöllur samstarfsins var óánægja. Vandinn við þá óánægju er að hún var hvorki sameiginleg eða sambærileg frá einum félaga til annars. Það undarlegasta við BH er að sjálf stefnuskrá þeirra var svo óskýr að það mátti lesa hana og skilja á marga mismunandi vegu, þannig að ekki byrjaði það gáfulega.
Forsvarsmenn þessarar hreyfingar lögðu alla áherslu á að þingmenn þeirra ættu að fara fram og haga sér eftir sinni sannfæringu. Það var skýrt talað gegn flokkræði og yfirráðum flokksins yfir þingmönnunum. Það var talað fyrir lýðræði og frelsi frá flokknum. Núna hafa 3 af 4 þingmönnum lagt sitt af mörkum og hegðað sér eftir sinni sannfæringu og þá verður flokkseigendafélag Borgarahreyfingarinnar órólegt, svo ekki sé meira sagt. Þráinn Bertelsson brást ókvæða við í aðdraganda ESB atkvæðagreiðslunnar og sagði hina 3 BH þingmennina vera að svíkja hreyfinguna með því að fara eftir eigin sannfæringu. Hvar var þá áhersla á frelsi þingmannanna til að vinna fyrir land og þjóð en ekki fyrir stjórnmálaflokk.
Formaðurinn leggur nú niður skottið og flýr vegna þess að hann getur ekki stjórnað þingmönnunum. Það er ekki hetjulegt. Væri ekki nær fyrir manninn að standa vaktina og reyna að finna flöt á málunum. með því móti myndi fyrir rest komast lag á þessa breiðu fylkingu fólks sem á það eitt sameiginlegt að hafa viljað kjósa en tímdi ekki átkvæði sínu á önnur stjórnmálaöfl.
Fólk hlýtur að sjá það að hreyfing sem á ekkert innbyrðis baráttumál getur ekki náð ró og sátt um eitt einasta mál á sínum fyrstu dögum. Það er hlutverk forustu þess hóps og þingmanna hans að skapa einhvern þann samvinnugrundvöll sem hægt er byggja á til langframa.
Þingmenn okkar hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.