Þetta er alveg hárrétt hjá Össuri

Lögfræðiálitið ætti ekki að breyta neinu. Þessum samningi ætti að henda út í hafsauga burtséð frá hvar ábyrgðir liggja. Fyrir þessari niðurstöðu minni liggja fjölmörg rök sem hafa víða verið tínd til er varða efnisatriði samningsins sbr. greinar 16.1, 16.2, 17.1 og 17.2. Þeim rökum til viðbótar eru atriði í samningnum sem mér finnst ótrúleg. Meðal þeirra er málsgrein 7.1

Sum ákvæði þessa "samnings" eru með þvílíkum endemum að ég skil ekki hvers vegna við vorum að leggja út í kostnað við að senda Svavar Gestsson og fylgdarlið út um lönd. Af hverju báðum við Hollendinga og Breta ekki bara að faxa okkur þetta plagg til samþykktar án frekari kostnaðar. Það er ekki orð í þessu riti sem ver hagsmuni Íslands. Þetta er ekki samningur í neinum skilningi þess orðs. Samningur er plagg sem allir aðilar hans geta sætt sig við. Þetta plagg er algerlega einhliða í alla staði.

Það er sama hvar drepið er niður í þessu riti, hvergi er stafkrókur um einhver réttindi  eða mögulegar leiðréttingar á kjörum til hagsbóta fyrir Ísland.

Lánveitendur (Bretar, Hollendingar) njóta fulls og óskorðaðs forgangs, alltaf og í öllu. Fái Tryggingasjóður innistæðueigenda eitthvað fyrir eignir Landsbankans gengur það beint í fyrsta forgangi í að greiða lánið.

Ísland fellur frá öllum réttindum hverju nafni sem þau nefnast sem landið kann að hafa annars ef þau stangast á við réttindi lánveitenda.

Málsgrein 7.1 er á þá leið að ekki einungis föllum við frá öllum okkar réttindum eins og þau eru núna heldur skuldbindum við okkur til að breyta mögulega lánskjörum þessa samnings til hins verra. Þ.e., ef við fáum fyrirgreiðslu frá öðrum aðilum sem við greiðum þeim lánendum á einhvern hátt hagstæðara fyrir en þessi samningur kveður á um skal Breski og Hollenski lánveitandinn njóta sömu kjara. Með öðrum orðum, við göngumst inná að gera kjör þessa samnings verri ef við verðum svo lánlaus að senda enn verri sveit samningamanna í fjármögnunarleiðangur en sveitin sem Svavar leiddi var.

Þessi samningskjör ein sem sagt einkvæmt versnandi.

Hvernig nokkrum manni getur dottið í hug að skrifa undir þetta plagg er óskiljanlegt.


mbl.is „Lögfræðiálitið breytir engu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hann hlýtur að hafa séð þessa skýrslu. Kannski ekki á ÞESSUM fundi en ef menn skoða skýrsluna stendur á forsíðu hennar að hún sé samin fyrir Össur! Sjénsinn að lögfræðistofa færi að senda einhverjum öðrum skýrslu sem samin er gagngert fyrir ákveðinn ráðherra.

kjellingin (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband