22.6.2009 | 12:36
Gera ALLT rangt
Sérstök geta þessarar aumu ríkisstjórnar til að taka einungis rangar ákvarðanir er himinhrópandi.
Benjamín Eiríksson benti á það á sínum tíma að það væri einkum tvennt sem menn hefðu lært eftir kreppuna miklu.
- Menn ættu alls ekki að lækka laun.
- Það skal ekki hækka skatta.
Hvers vegna? Báðar þessar aðgerðir hafa það sem fyrstu afleiðingu að peningar í umferð minnka, þvert á það sem æskilegt er. Hvað gerði Ríkisstjórnin? Hún byrjaði á að lækka laun, svo hækkaði hún skatta og núna ætlar hún að lækka laun enn frekar. Setja Ríkislaunaþak við það sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur. Er einhver glóra í þessu? Þetta mun að sjálfsögðu í fyrsta lagi ekki virka eins og Jóhanna vonar og í öðru lagi mun þetta hafa Dómínó áhrif út úr Ríkisgeiranum. Þjóðin mun svelta fyrr og meira. Ég segi að þetta muni ekki virka vegna þess að um leið og laun eru orðin of lág mun það fólk sem til stendur að lækka laun hjá einfaldlega senda reikninga fyrir vinnu sinni. Þeir greiddu reikningar verða að sjálfsögðu ekki laun.
Hvað kemur næst? Það er komið í ljós hvað kemur næst.
- Tryggingagjald.
- Samdráttur í opinberum framkvæmdum.
Enn setur mig hljóðan í forundran. Þau fyrirtæki sem enn hökta skulu nú slegin af með auknum álögum og þau sem hugsanlega ná að tóra og krafsa sig fram úr því skulu kæfð með verkefnaleysi. Er einhver glóra í þessu heldur.
Hversu algerlega er hægt að svipta sig almennri skynsemi?
Enn er sokkið dýpra. Algerlega óásættanlegur samningur er gerður við Hollendinga og Breta undir forustu Svavars Gestssonar sem er harla ánægður með afraksturinn. Í fyrsta lagi er mér ógerningur að átta mig á hvað sá maður hefur til brunns að bera til að vera látinn leiða þetta ofboðslega mikilvæga samningaverkefni og í öðru lagi er það enn erfiðara að átta sig á hvernig þessari ríkisstjórn dettur í hug að bera þetta á borð fyrir þjóðina eins og hugsanlega lausn.
Megi þessir þverhausar sem nú standa í vegi fyrir endurreisn Íslensku þjóðarinnar hverfa úr Ríkisstjórn í hvelli.
Halda áfram viðræðum í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.