2.6.2009 | 13:44
Nú skulum við leggjast í sparnað... bara ekki Össur
Það má lýðum vera ljóst að ég starfa ekki í utanríkisþjónustunni. Ég kann lítið til verka þegar kemur að milliríkjasamskiptum og alþjóðapólitík er ekki efst í mínum þekkingarbing. Kannski er það þess vegna sem mér finnst það skrítið að Össur skuli vera staddur á Möltu til að safna stuðningi við umsókn Íslendinga un inngöngu í ESB.
Er það virkilega svo að er landið á að komast í ESB félagið þurfi fyrst að ríða um héruð og rabba við höfðingjana? Er það svo að Íslenskir ráðherrar þurfi núna að leggjast i ferðalög um gervalla Evrópu til að koma sér í mjókinn hjá öðrum aðildarþjóðum ESB?
Hvað fer fram á þessum fundum? Er þetta eitthvað á þessa leið.
Össur í Þýskalandi: Sæl Angela. Ég heiti Össur og ég er frá Íslandi.
Angela: Sæll Össur. Íslandi? Hvað og hvar er það?
Össur í Þýskalandi: Ísland er lítið land norður í Atlandshafi á milli Grænlands og Noregs. Við eigum bágt og okkur langar svo að komast í ESB félagið til að fá styrki. Megum við vera memm?
Angela: Liebe Herr! Er það ekki landið sem hamflettir lifandi æðarfugla fyrir dúninn og drepur alla sætu hvalina? Hmmm. Ég held að þú þurfið að tala við alla hina í félaginu og spyrja svo Svía af því að þeir eru svo vinveittir ykkur og svo hafa þeir svo mikil áhrif á hvað mér finnst....
Þarf virkilega að fara til annarra ESB landa til að safna saman áheitum áður en við höfum ákveðið að sækja um aðild?
Ég vona að þetta sé ekki eingöngu flottræfilsháttur á borð við það þegar nýja ríkisstjórnin þurfi að nota liðveislu almannavarna ríkisins til að skipuleggja gersamlega glórulausa ferð með alla ráðherra nýrrar stjórnar í amk. 2 flugvélum til Akureyrar til að tilkynna um myndun nýrrar stjórnar. Það var alla vega ekki gert í nafni sparnaðar og aðhalds sem þessi stjórn krefst af mér með hækkuðum álögum og gjöldum.
Össur á Möltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.