Hvar er fólkið núna

Hávaði, múgæsingur, læti, og ákaft ákall um endurnýjun skilaði nánast engu.

Hvar er núna fólkið sem baðaði út öllum öngum og rændi völdum í landinu í vetur? Þetta fólk skilaði sér ekki í prófkjör. Nánast engin endurnýjum hefur orðið á framboðslistum. Frábærlega efnilegt nýtt fólk reyndi að komast að til að taka á hlutunum en kjósendur mæta ekki einu sinni á kjörstað í forval og prófkjör. Þeir sem mætti merktu við reitinn status quo.

Geysi öflugt, nýtt og efnilegt fólk reyndi að komast að á öllum listum. Þeim var bara ekki hleypt að. Sá áhugi á breytingum sem haft var hæst um virðist ekki vera til staðar. Kannski að ástæðan sé önnur. Kannski ástæðan sé það ægivald sem flokksmaskínur hafa á fólki. Þegar fólki rennur æðið tekur við andvaraleysi.

Hvað er til ráða? Ef einhver von á að vera á endurnýjun þarf að innleiða persónukosningar og það strax! Lausn til lengri tíma felst í gagngerum hugarfars og kerfisbreytingum. Rödd fólksins (nei og aftur nei, ekki Hörður Torfason!) þarf að fá að komast að á milli kosninga. Þessa stundina er fólk hvert í sínu horni að ræða útfærslur á öflugri samskiptum og boðmiðlun meðal manna. Frosti Sigurjónsson viðraði fyrir mér ansi athyglisverðar hugmyndir núna nýverið. Ég leyfi honum að tala fyrir þeim á sinn máta.

Þó geysi öflug umræða sé í gangi held ég að bein aðkoma fólksins að ákvarðanatöku verði ekki gerleg nema með rafrænum kosningum. Athugið, rafrænar kosningar eru mikið ádýrari og einfaldari í framkvæmd en hefðbundnar kosningar.

Þegar búið er að koma á rafrænum kosningum er hægt að beita þeim í smáum og stórum stíl á afar ódýran og fljótlegan máta hvenær sem er. Rafrænar kosningar má nota til Alþingis-, Forseta- og sveitarstjórnarkosningar. Það er hægt að nota þær til að kjósa á stjórnlagaþing og til að kjósa um niðurstöðu þess þings. Það er hægt að beita þeim við þjóðaratkvæðagreiðslu hvenær sem er og skoðanakannana í litlum og smáum stíl með skömmum fyrirvara.

Beint lýðræði er vel gerlegt á tryggan og einfaldan máta án þess að nokkur möguleiki sé á því að fylgjast með hvernig einstaklingar nota atkvæði sitt. Þetta get ég fullyrt af því að ég hef útfærslu á slíku í höndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Hvað meinar þú? Mótmælendur vilja bara ekkert með þetta flokka batterí hafa skilst mér. Mæta í prófkjör? Þetta voru einmitt mótmæli gegn flokksræðisspillinguni.

Davíð Löve., 17.3.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Davíð. Mér finnst athyglisvert að í athugasemd þinni laumar þú inn "skilst mér". Þetta er náttúrulega aðal málið. Þú hefur einn skilning á þessu og aðrir annan. Það skilur þetta hver á sinn máta og ekkert gerist annað en menn garga. Ég hef heyrt þitt sjónarmið áður og alveg jafn oft að fólk vildi bara fá inn annað fólk en það sem fyrir var. Fljótlegasta breytingin var að kjósa inn nýtt fólk, svo má ákveða gagngerar breytingar í kjölfarið. Þær breytingar munu ábyggilega verða en þær verða að vera vel ígrundaðar.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Davíð Löve.

Alveg sammála. Ég bíð allavega spenntur eftir alþingiskosningunum. Virðist ekki nokkur leið að átta sig á hvað þjóðin ætlar sér að gera.

Davíð Löve., 17.3.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband