28.1.2009 | 08:49
Hennar tími er ekki kominn og mun ekki koma
Í guðs bænum látið það ekki ganga yfir þjóðina að setja einstrengingslegan þverhaus í embætti forsætisráðherra! Það væri skelfing. Ef það verður raunin krefst ég þess að þessi stjórn komi sér saman um að sitja eins stutt og nokkur kostur er og ég er tilbúinn að taka áhættuna á þrengingum og enn verri stjórnarkreppu vegna kosninga.
Þessi ráðahagur, ef hann verður ofaná, minnir einna helst á það þegar Steinunn Valdís var gerð að borgarstjóra eingöngu vegna þess að hún var sá kostur sem var svo slakur að engum stóð ógn af. Svona eins konar lægsti samnefnari.
Þó að einhverjar skoðanakannanir sýni að hún njóti mest trausts held ég að það sé frekar vegna þess að hinir njóta minna trausts. Þetta minnir mig á það þegar frænka mín kom valhoppandi úr skólanum heim til ömmu okkar og sagði henni það í óspurðum fréttum að hún hefði verið hæst í sínum bekk með einhverja einkunn sem ég man ekki hver var í svipinn. Amma sló ekki feilnótu þar sem hún sat og spilaði á píanóið og spurði hvort hún væri í svona lélegum bekk.
Þjóðinni fannst Jónanna hafa veríð í svona lélegum bekk.
Jóhanna vinnusöm en þröngsýn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef hún er hæst í lélegum bekk er hún samt hæfust.
Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 10:13
Nei, nei og aftur nei. Hún er ekki hæfust á nokkurn máta. Hún var bara sá einstaklingur í ríkisstjórninni sem var í því embætti að útdeila peningum. Það er alltaf vinsælt.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 28.1.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.