26.1.2009 | 13:28
Flott! Stjórnarkreppu ofan á önnur vandamál
Nú fyrst er fjandinn laus. Viðskiptalífið lamað, atvinnulífið lamað, fjöldagjaldþrot í uppsiglingu.
Þegar ekkert yfirvald er til staðar til að taka ákvarðanir er ekki séns að nokkur hlutur lagist. Þetta er klár ávísun að dýpri dýfu. Versnandi ástand mun draga enn fleiri niður með sér.
Það er skelfing að vita til þess að það eina sem við lærum af sögunni er að við lærum ekkert af sögunni. Þegar þjóðin hefur verið í þessari stöðu áður hefur niðurstaðan verið stjórnarkreppa og allir læra það í hvert skipti að það hafi verið mistök.
Nú fyrst taka óvissubremsurnar og málaferlin við.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já... sammála þessu.
Þetta er vægast sagt hörmuleg staða.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:44
Sagan endurtekur sig alltaf, það er nú bara svo. Alheimskreppan er skólabókadæmi um hvað gerist þegar aðgengi að peningum verður of auðvelt. Oft sýnt sig í gegn um aldir. Við erum ekkert á byrjunarreit í sögunni og lifum enn.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 26.1.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.