22.1.2009 | 08:58
Öðruvísi mér áður brá
Ég læt mér nægja að skoða myndir frá vettvangi og held mig fjarri. Skríll og múgur! Þessi uppskrúfaði krakkahópur er genginn af göflunum.
Já, krakkahópur. Ég þarf svosem ekkert að sanna mitt mál. Þessi fullyrðing stenst fullkomlega skoðun án mikillar áreynslu. Fréttamaður á RÚV benti á að meðalaldur væri í yngri kantinum. Fundarmaður á fundi fylkingarinnar í kjallaranum í gærkvöldi sagði nokkur þessara ungmenna hefðu komist inn.... Meira að segja Mörður Árnason kenndi í brjósti um þessa krakka og anarkista, eins og hann orðaði það efnislega, vegna þess að einhvern tíma hefði hann verið í svipuðum sporum þegar hann var yngri.
Mér er ljóst að þarna inn á milli er eldra fólk en ég geri ekki mikið með það enda ljóst að heimskan og fyrirhyggjuleysið sem þarna safnast saman eru borin uppi af fólki í yngri kantinum.
Í gær var einhver bloggari sem mótmælti því að krakkar væru kallaðir skríll. Hún sagðist hafa áratuga reynslu af vinnu með ungmennum og vissi því að svo er ekki. Þetta er svo hárrétt. Hópurinn krakkar / ungmenni eru ekki í heild sinni skríll. Það er bara þessi æsti ofbeldishópur sem fellur undir þá skilgreiningu. Þann hóp skammast ég mín fyrir.
Já, já, ég skammast míg líka fyrir drulluháleistana sem komu okkur í þessa stöðu. Sumir þeirra eru að reyna að gera eitthvað í málinu meðan aðrir flýja bara land og kúpla sig frá öllu saman. Þeir eru verstir.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla að klístra hér inn tjásu sem ég setti inn annarsstaðar, einmitt vegna þessara skrílsláta í nótt.
Það er enginn vafi á því að mótmælendur eru á móti þeim ofbeldisverkum og hótunum sem fámennur skríll tók uppá í nótt sem leið. Þessu til staðfestingar eru viðbrögð mótmælenda sem stilltu sér upp í skjaldborg fyrir framan lögreglu.
Það er ekki ólíklegt að illa innrættir góðkunningjar lögreglu séu þarna að verki til að hefna einhverra harma sem þeir telja lögregluna bera ábyrgð á.
Til að undirstrika metnað til ábyrgra mótmæla var Appelsínugula hreyfingin kynnt.
Þetta er verðugt framtak sem gerir mótmælendum kleift að sýna í verki hvaða hug þeir bera til mótmæla.
Að því mæltu hvet ég alla til að mæta á Austurvöll þegar þeir mega vera að, þótt ekki væri nema rétt til að rölta hjá og sýna lit.
Sigurður Ingi Jónsson, 22.1.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.