13.1.2009 | 13:32
Undarlegt ef rétt er.
Ef haft var samband við Sigurbjörgu fyrir hönd einhvers ráðherra og henni uppálagt að haga sér á einhvern ákveðinn máta á hún að tala skýrt og dylgjulaust. Henni hlýtur að vera ljóst hve alvarleg ásökun hennar er og því á hún, eðli málsins vegna, að gefa upp hvað gerðist. Hún segist hafa fengið skilaboð. Hvernig skilaboð. Þ.e. hvernig bárust þau og frá hverjum.
Guðlaugur neitar að hafa talað við hana en hann var ekki spurður hvort haft hefði verið samband við Sigurbjörgu fyrir hans hönd. Ef svo er ekki, hvaða ráðherra sendi henni þessi boð, ef einhver?
Hálf kveðnar vísur gera ekkert gagn. Ef Sigurbjörg hefur bein í nefinu til að fullyrða þetta þarft hún að segja söguna alla. Það er ekkert betra að allir ráðherrar liggi undir svona grun. Nægur er trúnaðarbresturinn orðinn án þess.
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður fær óneitanlega á tilfinninguna að hér sé Sigurbjörg bara að bulla út í loftið til að vekja á sér athygli og hugsanlega til að reyna að ná sér niður á ráðherranum þar sem hún fékk ekki einhverja forstjórastöðu hjá hinu opinbera. Síðan þegar þetta er rekið ofaní hana þá segist hún bara ekki ætla að tjá sig meira um málið enda sennilega komin út í eitthvað kviksyndi. Það er alvarlegt ef þessir borgarafundir eru farnir að snúast upp í einhvern vettvang fyrir hinn og þennan til að koma persónulegri óvild sinni á framfæri. Meðan Sigurbjörg sýnir ekki framá hver og hvort einhver sendi henni þessi skilaboð þá lít maður óneitanlega bara svo á að hún fari með fleipur.
HN (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 14:20
Með því að tala svona undir rós er Sigurbjörg að gera miklu meira og verra en að "persónugera vandamálið" eins og er svo mjög í tísku að kalla hlutina. Hún er að vega að einum ráðherra og láta alla hina liggja undir grun. Það er ómerkilegt.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 14.1.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.