Forsetaefni

Sorglegt að hugsa til þess að við skyldum ekki kjósa rétt og velja okkur þennan mann til búsetu á Bessastöðum. Hugsið ykkur opinbera heimsókn frá BNA, Friðargaur og Kjáni saman yfir kakóbolla að ræða efnahagsmál. Spurning hvor hefði meira gáfulegt til málanna að leggja.

Munið hér um árið fyrir forsetakosningarnar. Einn frambjóðandinn leit út eins og jólasveinn, einn hagaði sér eins og jólasveinn og einn þeirra var jólasveinn. Sá síðastnefndi virðist bara vera það enn. Hefði kannski einfaldað dress code í veislum á Álftanesinu ef annar en núverandi dólgur hefði komist að. Annað væri eins. 


mbl.is Lá við að fundurinn leystist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Nú vona ég að þessi jólasveinn fari í langt frí. Er orðin þreytt af honum.

Heidi Strand, 9.1.2009 kl. 08:59

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Þú getur lesið það sem ég hef til málanna að leggja hér:

www.forsetakosningar.is   -   www.lydveldi.is

Hvað er jólasveinalegt við þessar síður? Svona ummæli eins og þú viðhefur virðast nú frekar sýna þína eigin veikleika en mína sýnist mér.

Hvað varðar Opinn borgarafund var nauðsynlegt að vekja athygli á ólýðræðislegu vinnubrögðunum þarna, en þetta mál sem gerðist í gær á sér langan aðdraganda.

Hér er linkur á umfjöllun um þetta og þá skoðun mína að útilokað er að byggja nýtt Ísland á grímuklæddum leiksýningum og sovét-fasískum vinnubrögðum. 

Kommúnistar báru jólasveininn út af Opnum borgarafundi

Ástþór Magnússon Wium, 9.1.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ástþór. Þegar kemur að mínum veikleikum er af nægu að taka. Þrátt fyrir það get ég ekki orða bundist þegar fólk gerir sig að fífli trekk í trekk. Svona skrípalæti þjóna nákvæmlega engum tilgangi í samhengi mótmælanna. Það eina sem þér gekk til er að vekja athygli á sjálfum þér. Það kanntu svo sannarlega. Þú gengst upp í því að illt umtal er betra en ekki neitt. Ég öfunda þig ekki af því að vera athlægi en það er bara það hlutverk sem þú hefur valið þér.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 9.1.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband