Öflugra og betra lýðræði er vel mögulegt. Hér er lausnin þú hún sé ekki alveg ný.

Krafan um aukið lýðræði verður háværari með hverjum deginum. Ýmsir mætir menn viðra sínar hugmyndir sem orðið gætu til að styrkja vald fólksins og minnka vald flokkanna. Þar eru meðal annara nefndar til leiks gamlar hugmyndir Vilmundar Gylfasonar um að fella niður kjördæmaskiptingu og taka upp beina kosningu stakra frambjóðenda án tillits til lista og flokka. Ýmsar aðrar hugmyndir eru viðraðar mis-skynsamlegar og má ljóst vera að núverandi ástand ýtir undir löngum fólks eftir breytingum. Stundum er kallað eftir breytingum breytinganna vegna en stundum eru breytingarnar studdar skynsamlegum rökum.
Sá galli virðist plaga allar þessar tillögur að þær gera lítið annað en að færa valdið frá fólkinu í hendur kjörinna fulltrúa þess á ólíkan hátt. Það eina sem gerist er að hugsanlega annað sett af fulltrúum er kosið til að fara með allt vald en aðkoma fólksins er lítið bætt. Eini ljósi munurinn er að annars konar samsetning fulltrúa mun taka við völdum, en það verður eftir sem áður fulltrúalýðræði.
Þessi yfirfærsla valdsins virðist vera það sem helst veldur gremju fólks. Þrískiptingin sem felur það í sér að það sé fólk inni á Alþingi sem semur lög sem síðan Ríkisstjórnin framfylgir og réttarkerfið fylgist með að sér rétt gert, er það sem flestir fetta fingur út í. Þessar fingrafettur eiga mismunandi forsendur. Ein þessara forsenda er sú að mörgum finnst Alþingi sjálft ekki hafa neitt vald, og það má til sanns vegar færa. Önnur forsendan er að þess fulltrúar hafa misst traust fólksins.
Nú er það staðreynd að nánast engin lög sem skipta einhverju máli fá afgreiðslu nema þau komi fram sem stjórnarfrumvörp með blessun "flokkseigenda". Þessi staðreynd kastar verulegri rýrð á getu Alþingis til að koma nokkru til leiðar sem ekki er beinlínis runnið undar rifjum forustu þeirra stjórnmálaflokka sem þingmeirihluta hafa hverju sinni.
Það er til leið út úr þessu. Það er hægt að koma rödd fólksins að. Það er hægt að skila valdinu til fólksins að verulegu leyti. Lausnin felst í rafrænum kosningum. Þegar ég segi rafrænum kosningum er ég ekki að meina að við hættum að merkja í reiti á blaði í kjörklefa og nýtum okkur tölvur og snertiskjái. Það er bara tómt bull. 
Það sem ég meina er kosning með:
  • tölvum yfir internetið
  • heimasímanum
  • GSM símanum
  • fjarstýringunni á sjónvarpinu (þar sem það er hægt)
  • snertiskjá á flugvelli
  • hverri þeirri tækni sem koma skal sem leifir sagnvirk samskipti
Það sem fæst við að innleiða svona kerfi er að við, fólkið, getum fengið að koma að kosningum, skoðanakönnunum og hvers konar ákvarðanatöku og hvaða vali sem hugsast getur nánast hvar og hvenær sem er. Ef ég er staddur á Kanarí og það á að taka ákvörðun á Íslandi um aldur til áfengiskaupa tek ég upp minn GSM síma, hringi í tilskilið, gjaldfrjálst númer og greiði atkvæði um tillögur sem í boði eru. Ef það á að velja mann ársins gerist svipað. Ef á að kjósa um staðsetningu flugvallar í eða úr Vatnsmýri endurtekur þetta sig. Það er hægt að nota sömu tækni til að velja EuroVision lagið ef við höldum þeim leiðindum eitthvað áfram.
Kosningin getur tekið t.d. 1 dag (eða einhvern tilskilinn, ásættanlegan tíma) og kostar sáralítið. Niðurstöður verða ljósar nánast samstundis og þjóðin hefur stöðugt tækifæri til að láta í sér heyra. Tæknilega séð er þetta bara útfærsluatriði og hægt að haga hlutum á óteljandi mismunandi vegu eftir því hvað er verið að taka ákvörðun um eða kjósa.
Tæknin er til staðar og núna þarf lítið annað en lagabreytingu sem gera þarf til að hægt verði að koma því í kring að hægt sé að nota tæknina til að kjósa til Alþingis, sveitarstjórna eða í Forsetakosningum. Sú lagabreyting er tiltölulega lítil og þarf einungis viljann. 
Í núverandi lögum eru all-nákvæm fyrirmæli um framgang og umgjörð kosninga. Þar er ítarlega lýst þeim búnaði og aðstöðu sem vera skal til staðar á kjörstað. Kjörkössum sem atkvæði skulu sett í er lýst sem og pappír og ritföngum. Það sem ég á við er að sú lýsing sem lögin innihalda í dag er þröng og rúmar alls enga tækni þó svo að sú tækni sé öll núna til staðar, vel þekkt og örugg. Tæknin sem til staðar er tryggir alla þætti kosninga, öryggis og úrvinnslu gagna eins vel og núverandi kosningakerfi pappírs og kjörklefa. Mikið myndi vinnast við innleiðingu svona tækni og vald fólksins myndi margfaldast. Það eina sem þarf er að slíta valdið af flokkunum sem valdastofnunum og koma því beint í hendur fólksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband