Ljótt er

Mér er sama hver á í hlut. Mér finnst nákvæmlega jafn illt að skemma eigur Evu Hauksdóttur og annarra. Þó konan þylji galdra og gargi úr sér lungum er ekki þar með sagt að menn geti leyft sér að skemma lífsviðurværi hennar. Ég hef ekki heyrt af neinu því sem Eva hefur gert af sér til að verðskulda aðför og eyðileggingu og þessir atburðir eru til skammar.

Það er lítill munur á að skemma einkaeigur fólks eða opinberar byggingar. Ég segi lítill því að þó að í eðli sínu sé um sama gerning að ræða er skaði Evu svo margfalt þungbærari en ef um eign ríkisins væri að ræða. Ég, ásamt tugþúsundum annarra, greiði þær skemmdir sem unnar eru á eigum ríkisins. Eva þarf að greiða fyrir sinn skaða ein. Hún hefur mína samúð. 

Nú þarf að róa fólk og hughreysta. Við þurfum að standa saman og horfa fram á veginn. Það þarf að hemja æsingamenn, Hörð Torfason sem og aðra. 


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér Ólafur. 

Þorsteinn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hemja Hörð? Ég var sammála þér þar til í síðustu setningu. Sé enga ástæðu til að hemja hann.

Villi Asgeirsson, 2.1.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband