18.12.2008 | 09:33
Miklar áhyggjur
Það tíðkast sums staðar í Afríku að grátkonur eru leigðar til að syrgja við jarðarfarir. Við þau tækifæri gæta þær þess jafnan að gráta ekki hærra, og syrgja ekki meira, en nánustu aðstandendur þess sem athöfnin snýst um. Ég var djúpt snortinn og finn fyrir miklu þakklæti í garð Sivjar Friðleifsdóttur í gær þegar ég heyrði hana stíga í pontu og þrusa í réttlátri reiði varnaðarorð til Sjálfstæðismanna, þings og þjóðar. Henni var afar mikið niðri fyrir af skiljanlegum ástæðum. Hún hneykslaðist á framferði Ingibjargar Sólrúnar og hennar hótunum um stjórnarslit sem Siv finnast bara ekkert dulbúnar.
Siv grét sáran og syrgði mikið. Reyndar fór mig að gruna fyrir rest að tár hennar væru krókódílatár. Mér fannst alla vega undarlegt að heyra hversu mikið hærra en líkið Siv grét. Þetta voru svona tár með köldu blóði.
Það er kannski ekki rétt að kalla þingmeirihlutann og Ríkisstjórnina lík alveg í bili. Skoðanakannanir sviflast stórlega milli daga og því óvarlegt að styðjast um of við þær en áform ráðamanna erum farin að bera með sér kosningar-í-vor hljóm og því hlýt ég á ætla að þetta sé að minnsta kosti verðandi lík í næstu framtíð. Eða, eins og ég kalla það, Stjórnin er rétt ný-ódauð.
Formaðurinn með stálhnefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.