17.12.2008 | 10:00
Reynir sér enn ekki til sólar
Maðurinn virðist bara alls ekki skilja það að hans misgjörð er ekki sú að birta ekki þessa frétt. Það er eðlilegt að ritstjóri meti virði og eðli frétta. Hvað er fréttnæmt og hvað ekki. Hvaða hagsmunir eru í húfi. Bara eðlilegt hvort sem þar liggur hótun að baki eða ekki.
það sem Reynir skilur ekki er að það að ráðast beint að starfsheiðri starfsmanns síns til að draga úr trúverðugleika hans skildi hann óhlýðnast og birta fréttina samt er lúalegt. Aukinheldur biður Reynir lögreglu afsökunar á framferði Jóns Bjarka þar sem hann er við öflun fréttaefnis við ráðherrabústaðinn. Þarna er afar falskur tónn. Við einhverjar aðrar kringumstæður hefði Reynir Traustason staðið upp eins of hani á skítahaug til að verja starfsaðferðir síns fólks við fréttaöflun. Maðurinn er sokkinn ofan í þann mykjuhaug sem hann er búinn að moka upp. Til að auka á niðurlægingu þína beitir þú stráknum fyrir þig við leiðaraskrif. Hann var ekkert minna en hlægilegur leiðarinn sem junior skrifaði fyrir þina hönd.
Segðu upp störfum Reynir og megir þú hafa varanlega skömm fyrir framkomuna.
Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í hvert skipti sem Reynir Traustason opnar kjaftinn eða stingur niður penna gerir hann sig að enn meira fífli en áður enda gefa allir núna skít í hann og hans málflutning. Þetta er drullusokkur með skítlegt eðli eins og hann sannaði svo ekki verður um villst þegar hann fór að ata auri persónu og mannorð Jóns Bjarka blaðamanns. Jón Bjarki hefur orðið hágæðablaðamaður á aðeins fimm mánuðum sem Reyni Traustasyni hefur ekki tekist í áratugi og mun aldrei takast héðan af. Það mun enginn einu sinni trúa fótboltaleikslýsingu frá Reyni Traustasyni í framtíðinni svo illilega er hann búinn að stimpla sig út úr eðlilegri og heiðarlegri blaðamennsku.
corvus corax, 17.12.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.