Skynsamlegt

Það logar allt í upphrópunum vegna þessarar ákvörðunar Ríkisstjórnarinnar. Enginn virðist skoða hlutina í rólegheitum. Það er talað um að fólk lendi á götunni í stórum stíl vegna þessa. Fólk talar um að það sé endanlega verið að leggja velferðarkerfið niður og svo framvegis. Sjálfur tel ég þetta í lagi.

Leiguverð hefur hríðlækkað undanfarið vegna minnkandi spurnar eftir leiguhúsnæði. Útlendingar hafa flust af landinu í stórum stíl að undanförnu og farið út úr leiguhúsnæði. Þar með hefur losnað mikill fjöldi íbúða sem núna standa auðar.

Nú er það reyndar svo að mikið af þessu húsnæði er alls ekki boðlegt sem vistarverur en Pólsku verkamennirnir sem hingað komu í atvinnuleit gerður sér það að góðu. Þetta ruslhúsnæði mun ekki koma inn á leigumarkaðinn nema að litlu leyti og þá ekki sem áhrifavaldur á verðlag. Það er fullt af öðru húsnæði sem hefur flætt inn á leigumarkaðinn og því ekki þörf á byggingu á öllu því húsnæði sem til stóð að byggja.

Það eina sem er neikvætt við þessa ákvörðun er að hún veldur frekari samdrætti í byggingariðnaðinum og það er slæmt. Ég treysti á að yfirvöld veiti peningum til verklegra framkvæmda til að varna því að byggingaiðnaðurinn leggist allur á hliðina. Það er svo miklu erfiðara að laga þann skell sem verður ef fyrirtækin verða látin fara í þrot. Það er betra að halda lífi í þeim fyrirtækjum sem eiga möguleika til að auðveldara verði að rétta úr kútnum þegar um hægist. 


mbl.is Fallið frá fjölgun leiguíbúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Já. Íslendingar (alltof margir) gera það yfirleitt ekki.  Þeir fordæma fyrst, fá svo móðursýkiskast og byrja svo að froðufella niður á Austurvelli án þess að hafa hugmynd um hverju þeir eru að mótmæla.

Guðmundur Björn, 15.12.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband