Aurabúð var ekki málið

Ef Jón Gerald opnar búið sem er þannig staðsett að hún verður í leiðinni fyrir mig mun ég versla þar. Ég skal leggja einhverja lykkju á leið mína til að skipta við hann. Heldur kýs ég nú reyndar að versla í Melabúðinni eða sambærilegum hágæða smáverslunum þar sem menn kunna enn að meta viðskipti mín. Þar er ótrúlegt vöruúrval og frábær þjónusta. Það er bara ekki aðalatriði viðtals Jóns hjá Agli. Það sem uppúr stóð voru þeir aðrir hlutir sem hann sagði. Núna er ég orðinn alvarlega forvitinn að fá vita hverjir komu í heimsókn í Baugsbátinn.

Ég ætla ekki að slá því föstu að þó Lúðvík Bergvinsson hafi einhverra hluta vegna farið í skemmtiferð á þessum báti að þar hafi eitthvað misjafnt búið undir en það lítur samt undarlega út.

Ég lenti í því fyrir nokkrum árum að stórt fyrirtæki sem var mikið í mun að koma í veg fyrir að ég hætti í viðskiptum við það bauð mér og vinnufélata út að borða á Rex. Eftir borðhald vorum við spurðir hvort við værum ekki til í óvissuferð við vissulega vorum til í. Leigubíll var pantaður og við ókum sem leið lá upp Hverfisgötu. Við fórum út og var hleypt inn í Rómeo og Júlía kynlífbúðina á Vitastíg. Um leið og inn var komið var læst á eftir okkur og að okkur rétt kaffi og koníak í plastmálum. Þegar hér var komið sögu lét ég hleypa mér út þar sem mér leist ekki á hvert þetta stefndi. Undarlegast þótti mér að sölufulltrúi stórfyrirtækisins sem bauð okkur dró upp beinðabók til að greiða fyrir veitingarnar í kynlífbúðinni. Þetta stórfyrirtæki var á þeim tíma í ríkiseigu.

Aftur, ég veit ekki til þess að Lúðvík hafi aðhafst neitt það sem hann hefði ekki átt að aðhafast en vera hans á bát Baugsmanna er í besta falli undarleg og það væri gaman að vita hverjir aðrir hafa komið um borð.

 


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband