3.12.2008 | 14:41
Ekki bendá mig
Stjórnin er góð í að að standa og benda
og stara út í geiminn og biðja um traust.
Sólveig og Geir eru saklaus að lenda
samningi að allt sé greitt skilyrðislaust
Rosalegt er þegar ráðamenn spjalla
rabba svo óljóst um stórmál og segja
þjóðina eins og hún leggur sig, alla,
ábyrgjast annarra útrás og þegja.
Eitt er þó dagljóst þó Davíð neitt segi
að Darling sá kost í að herða að kverk.
Útrásar gerðirnar instantly megi
allar að stöðva sem aum hryðjuverk.
banka- í Seðla er bandvitlaus Dabbi
sem birtir oss öllum sín varnaðarorð.
"Öllum ég sagði frá endemis klabbi"
og aðra hann sakar um hagkerfismorð
Eitt skalt þú muna er upp gerast sakir
þó ei teljist bíllinn og húsið nú flott
Alþjóðagjaldeyrir yfir oss vakir
og enn teljumst hafa það andskoti gott
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.