Skálka- eða skattaskjól

Öll umræðan undanfarið hefur snúist um skattaskjól og undanskot auðmanna til aflandseyja. Gjarnan er þetta sagt vera til þess að fela eitthvað eða til að sleppa við skattagreiðslur á Íslandi.

Í 7. grein laga 21/1990 segir "Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skv. 1. gr. skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður [Þjóðskrá Íslands]1) það. …2)"

Frá þessu er undantekning til að moka undir íslenska pólitíkusa sem vilja fá sínar þingfararsposlur þó þeir búi í Reykjavík. Nokkur dæmi eru um að þingmenn skrái sitt lögheimili úti á landi, á öðrum stað en maki þeirra, þó bæði hafi heimilisfesti í Reykjavík. Þetta er leyft. Í 4. mgr. 4. gr. sömu laga stendur "Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra."

Í lögunum eru upptaldar aðrar undanþágur sem varða t.d. lögheimili farmanna og fleiri. 

Ekki orð um að forsetafrúin megi flytja lögheimili sitt úr landi til að sleppa við skattgreiðslur á Íslandi.

Ég man að Ólafur Ragnar Grímsson brást ókvæði við þegar hann var spurður út í þennan ráðahag eiginkonu sinnar, demantasalans snjalla, vegna þess að það væri svo flókið fyrir hana að eiga peningafjöll í Bretlandi en lögheimili hér.

Þetta er í himnalagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband