Höldum okkur utan við vitleysuna í smá stund enn.

Hvers vegna ættum við að ganga á vit aukinnar samvinnu við ríki Evrópu sem við eigum ekki nokkurn hlut sammerkt með?
Ekki menningu, ekki sögu, ekki auðlindir, ekki þankagang, ekki trúarbrögð, ekki veðurfar, ekki tungumál.
Hvers virði er það okkur að ganga inn í samvinnu með tæplega 30 öðrum þjóðum sem geta illa komið sér saman um nokkurn hlut í dag og hafa hver og ein svo ólíkra hagsmuna að gæta að þar er og verður viðvarandi sundrung?
Handfylli þessara þjóða getur og gerir, nokkrar eru sjálfum sér nógar og njóta góðs af hindranalausum samskiptum við sína næstu nágranna og svo er hópur þeirra sem ekki getur eða vill og ætlar að vera í því að þyggja.

Vitleysan liggur í því að ímynda sér að þetta samband Evrópuríkja eigi sér framtíð. Svo er ekki og við eigum að passa okkur að halda að minnsta kosti því sem við eigum meðan ESB liðast í sundur svo við lendum ekki í þeim skilnaði miðjum.

Hugsaðu þetta í smá stund. Þýskaland á bullandi auðlindir og vinnur þær af natni og aga. Ítalía er samband afar ólíkra héraða þar sem í annan endar er duglegt vinnandi fólk og í hinn endan er fólk sem metúr ólífur og rauðvín umfram dagsverk. Það sem Ítalía á mest af er skuldir. Þær á Þýskaland að greiða.
Restin af Evrópusambandinu er samansett af álíka ólíkum þjóðum, og þjóðarbrotum, sem hafa á engan hátt sömu hugmyndir eða skoðanir á hvernig skal standa að hlutunum þó að á yfirborðinu gangist öll þessi brot af þjóðfélögum undir sameiginlega stýringu frá Brussel. Þegar við þetta bætist að flest þessi lönd hafa tekið upp sama gjaldmiðil án þess að hafa samræmdar skoðanir um stefnu og aðhald í peningamálum er alveg ljóst að þær þjóðir sem duglegastar eru að skaffa og sjá sér farborða verða fljótt þreyttar á að halda hinum á floti.

Það ástand mun ekki vara lengi enn og Ísland hefur ekkert að gera við að koma sér í nánara samband við Evrópu en raunin er í dag. Samvinna er í lagi en samtvinna er það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband