7.6.2012 | 11:43
Tvöþúsund og sjö, all over again.
Fyrir stuttu síðan tilkynnti Landsbankinn um fersk plön um að lykilstjórnendur myndu eignast 2% í bankanum fyrir milligöngu kaupaukakerfis fyrir góða frammistöðu.
Nákvæmlega 10 dögum seinna lokar sami Landsbanki nokkrum útibúa sinna á landsbyggðinni í hagræðingarskyni.
Í gær fréttist svo að Eimskipafélag Íslands stefnir í skráningu á markaði. Í framhaldi af því munu lykilstjórnendur fá kauprétt á hlutabréfum á umtalsvert lægra verði en skráðu verði. Það gekk nefnilega svo asskolli vel í rekstrinum undanfarin ár og eigendur hlutabréfa í Eimskip eru svo elsku sátt með að þeirra vréf voru gerð verðlaus í fyrragær. Stendur kannski til að endurlífga fyrra verðgildi bréfanna sem fólk greiddi fyrir?
Núna rennur upp fyrir mér í hverju þessi góða frammistaða á að felast. Núna eru bónusar í vændum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.