29.6.2011 | 15:13
Það þarf fyrst og fremst að vera samræmi
Lögreglan vomir yfir atburðum í Laugardalhöll og sektar mikinn fjölda bíla sem lagt er upp á gras meðfram aðkeyrslu að höllinni. Bílastæði eru takmörkuð og þarna eru þessi bílar ekki fyrir.
17. júní var mörgum bílum lagt uppá grasið meðfram Hringbraut. Þetta var reyndar mikið færri bílar en venjulega en ég sá ekki eina sekt á þessum bílum.
Mér er bara spurn, hvaða regla gildir í þessu. Er þetta bara geðþóttaákvörðun?
Lögreglan sýni skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bendi bara fólki að hafa varan á þegar farið er á viðburði. Mjög líklegt er að lögreglan geri svona rasíu þá. Löggan hefur að sjálfsögðu lögin með sér ef fólk leggur ólöglega en þetta er náttúrulega ómaklega gert, skil alveg gremju fólks. Báðir aðilar eiga samt eitthvað til sýns máls þetta er vandmeðfarið.
Þórarinn (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 16:34
Þetta er bara brandari. Einfalt mál, ekki brjóta lögin ef að þú getur ekki borgað sektina. Fyrir utan það þá á maður ekki að brjóta lögin yfir höfuð.
Það er alveg nóg af bílastæðum, hvort sem það er Laugardalurinn eða annarsstaðar. Vissulega þarf stundum að labba aðeins lengra. Síðan má bæta því við að bílastæðahúsin voru hálftóm á 17. júní. Ökumenn vildu frekar brjóta löginn heldur en leggja í þægilegum bílastæðahúsum.
Ólafur Guðmundsson, 29.6.2011 kl. 16:50
Vitanlega er þetta ekki vafamál. Ef þú fremur stöðubrot á að beita viðeigandi viðurlögum. Auðvitað á fólk ekki að leggja uppi á grasi tvist og bast og flestum er engin vorkunn að ganga fárinum metrum lengra. Það sem ég skil ekki er það sem Þórarinn vísar í, "Mjög líklegt er að lögreglan geri svona rásíu þá" Af hverju er það eitthvað líklegt? Af hverju er það líklegra þegar eitthvað er á seiði í Höllinni en á 17. júní. Lögreglan veit vel að fólk leggur tvist og bast þá líka. Ég er bara að kalla eftir því að sömu reglur séu í gildi.
Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 30.6.2011 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.