Ekki sæi ég eftir honum.

Er ekki hægt að fá manninn til að flytja til Grænhöfðaeyja bara strax. Eina kolvitlausa ástæðan til að kjósa með því að samþykkja Icesave er að maður er búinn að fá leið á því. Það er nákvæmlega það sem svavar Gestsson gerði þegar hann nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér og kom hróðugur aftur til Íslands með upphaflega samninginn. 

Hann viðurkennir að hann skilur ekki málið og ætlar að taka afstöðu í þessu stórmáli af því að honum leiðist. Hann sagði sjálfur að hann þyrfti að komast yfir Icesave for Dummies. Ég er farinn að hallast að því að það sér rétt.

Ég held honum væri nær að halda í sér bullinu og hætta að tala niður gjaldmiðil Íslands. Burtséð frá hvað honum finnst um krónuna þá hlýtur það að teljast í hæst máta óábyrgt, og ekki beinlýnis þjóðhagslega hentugt að grafa undan gjaldmiðli landsins. 


mbl.is Bölsýnn borgarstjóri í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ekki sé ég heldur á eftir honum ef hann færi, yrði reyndar fegin fyrir okkar Reykvíkinga hönd ef svo yrði að hann færi núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.3.2011 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband