9.7.2010 | 11:23
Afar óþægilegt
"Þessi málaferli milli íslenskra aðila vegna íslenskra viðskipta og aðallega íslenskra krafna eiga heima á Íslandi"
Ef viðskipti þeirra, sem fóru fram með mínum peningum, hefðu verið á Íslandi væri þetta sjálfgefið. Vandinn sem blasir við er að Íslensk lög ná ekki yfir markaðsmisnotkun á jafn skýran og afdráttarlausan hátt og þau lög sem gilda í USA. Vegna þess er líklegra að árangur náist í málaferlum gegn þjófum í New York en á Íslandi.
Hér eiga lögin í erfiðleikum með að taka á svikum á borð við viðskiptin með Sterling sem hækkaði úr 5 milljörðum í 20 milljarða án þess að félagið hefði rekstrargrundvöll til að hjálpa þeim sem að málinu komu að ræna Glitni. Hér er kerfið of vanmáttugt til að taka á glæpamönnum sem hafa nægt fé til að þvæla hlutunum í það óendanlega.
Þjóðin er líkast til að stærstum hluta til búin að gleyma Baugsmálinu sem var á sínum tíma afskrifað sem persónuleg árás Davíðs Oddsonar á Jón Ásgeir og Jóhannes. Ég fullyrði þetta vegna þess að ég sé að fólk verslar enn í Hagkaupum, Bónus og 10-11.
Réttarhöldin ættu heima á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála
Jón Snæbjörnsson, 9.7.2010 kl. 11:34
Nú vilja vesalingarnir reka málið hér heima.
Þegar það svo yrði dómtekið hér kæmi frá þeim "íslensk lög og réttur hafa þegar dæmt okkur og geta því ekki tekið hlutlausa afstöðu"...
Þetta er dæmigert fyrir þann seka sem flýr þó enginn elti!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.