Höfðinglegt af svona réttlausum manni

Hjálmar ætlar að taka sætið! Hann ætlar, eftir vandlega íhugun, að standa við það sem hann sagðist ætla að gera. Fallegt af honum. Skyldi hann þurfa að hugsa svona vandlega um aðra hluti sem hann hefur lofað að framkvæma?

Hjálmari tókst að flæma Steinunni Valdísi en ekki tókst honum að losna við neinn í efstu sætum fylkingarlistans, ennþá. Menn segja að hann hafi þó hitað undir Degi B. og hver veit, kannski hann fái fast sæti en ekki eitthvert varamannasæti sem hann átti svo erfitt með að kyngja.

Nei, menn eiga ekki rétt á neinu í þessu samhengi og því undarlegt að hann þurfi að hugsa sig um eftir að hann náði ekki kjöri sem borgarfulltrúi. 


mbl.is Hjálmar tekur sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað er svona undarlegt við þetta? Tókst honum að flæma einhvern af stalli, sem ekki átti það skilið? Að taka við mútum er semsagt bara allt í lagi? Sagði Hjálmar bara ekki ekki upphátt það sem flestir hugsuðu? Undarleg þessi árátta að samsæriskenna alla tilburði til breytinga og gera vont úr öllum tilburðum til uppstokkunar og hreinsunar í hérlendri pólitík. Flestir eru sammála um að hér þurfi nýtt fólk, en ef hruflað er við "uppáhöldunum" veður allt vitlaust og þeir sem komast áfram á eigin rammleik dregnir í svaðið sem skíthælar og undirróðursmenn og konur. 

Halldór Egill Guðnason, 1.6.2010 kl. 04:53

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Halldór, það er bara ekkert athugavert við það að gagnrýna þessa undarlegu afstöðu Hjálmars. Þú kallar það mútur sem hingað til hefur verið kallað styrkir og er algerlega í samræmi við það sem hefur tíðkast með réttu eða röngu. Ef umhverfið og landslagið er með þessu móti og fólk starfar innan ramma laganna og innan ramma viðtekinna venja er illt að stinga fólk í bakið eftirá og heimta að allir gangi á undan og breyti heiminum. Það er bara ómerkilegt að stíga upp núna og fyllast heilagri reiði og skjóta á allt og alla eftirá. Hvar voru þessir gagnrýnendur þegar frambjóðendur voru hvað uppteknastir við að safna styrkjum.
Hjálmar gerir ekki neitt til að leggja línurnar eða benda á hvar mörkin liggja milli hárra og mátulegra styrkja. Það hvort það er ásættanlegt að viðhafa þessa styrkjasöfnun er svo allt önnur umræða og líkast til er þetta bara vont kerfi og þá er bara að breyta því með því að sammælast um að taka upp önnur vinnubrögð. Ég missist þess að það var reykt og veitt vín í fermingarveislum. Því var hætt án þess að formæla þeim sem það gerðu.
Hjálmar dúkkar upp á síðustu metrunum og slær sig til riddara með því að bulla um styrki sem Steinunn Valdís fékk. Hann sagði efnislega að það væri mikill munur á styrkjum hennar og styrkjum sem Dagur B. fékk. Það er vitanlega bara rangt. Dagur fékk styrki í einu prófkjöri en á sama tímabili fékk Steinunn styrki vegna tveggja prófkjara. Ég kýs að láta liggja á milli hluta hvort styrkirnir voru háir eða ekki, það sem er áberandi er að hann lætur að því liggja að hennar styrkir séu tvöfallt hærri en Dags án þess að minnast á að hennar var safnað vegna tveggja prófkjara. Með þessu eys hann á ómerkilegan hátt olíu á þann eld sem undir samstarfskonu hans brann og með því aðstoðar hann við að flæma hana út. Með svona fólki myndi ég ekki vilja vinna.
Ofan í þetta býður Hjálmar sig fram og að loknum kosningum þarf hann að hugsa sig um hvort hann ætlar að gegna því starfi sem hann fékk.
Hlægilegt.
Ég minntist ekki orði á samsæri og aðkoma Hjálmars í Borgarpólitíkina er ekki uppstokkun á neinn hátt og það að níða skóinn af samstarfsfólki kalla ég ekki að komast áfram af eigin rammleik en það er klárlega undirróður.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 1.6.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband