Hulduráðherrann

"Ég er að fara til Brussel núna í vikunni" segir Jóhanna í viðtali í Kastljósi þriðjudag 2. febrúar eins og þetta væri á döfinni næstu daga. Þegar þetta var sýnt var hún farin úr landi.

Það komst upp um þennan fund þegar menn ráku augu í hann á fundardagskrá ESB en ekki frá Forsætisráðuneytinu.

Efni fundarins fæst ekki uppgefið og eftir fundinn neitaði Forsætisráðherrann að ræða við erlenda fjölmiðla. Nokkur stikkorð um hvað hefði verið rætt en ekkert annað.

Í sama viðtali segir hún:

"Ef fólki finnst ég ekki koma nógu oft fram þá er ég bara ánægð með það, þá vill fólk sjá mig..." Hún misskilur það herfilega.

Fólk vill ekki sjá hana. Fólk vill frétta af því að hún sé að gera eitthvað og heyra hvað það var og hverju það skilaði eða á að skila. Fólk vill fá þær upplýsingar sem núverandi Ríkisstjórn lofaði að yrðu veittar.

Jafnvel rannsóknarnefndin sem vinnur við það að fresta skýrslunni um hrunið skilar ekki áfangaskýrslum eins og þú var lagt upp með að yrði gert.

ESB blæti hálfrar Ríkisstjórnarinnar kæfir embættismannakerfið í umsóknarverkefnum þannig að annað kemst ekki að á verkefnalista þeirra fjölmörgu einkavina stjórnarflokkanna sem ráðnir hafa verið að undanförnu án undangenginna starfsauglýsinga.


mbl.is Jóhanna ræddi við Barroso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni hryllir við þessu.  Jóhanna kann varla stakt orð í ensku og hefur sýnt það og sannað að hún hefur EKKERT í leiðtogahlutverkið að gera.  Það var bagalegt að sjá hana í Kastljósi í vikunni, hún leit ekki vel út og þjóðin getur ekki treyst á hana eða tryst henni.  Hún reyndar kom með góðan punkt að við hefðum átt að senda betri samningamann en ræfilinn Svavar Gests.  Auðvitað neitar Jóhanna svo að tala við erlenda fréttamenn, hún hvorki skilur né talar erlend tungumál af nokkru viti.  Hef sagt það áður að við erum leiðtogalaust land, Steingrímur og Jóhanna hafa því miður ekki getað staðið við stóru orðin enda vanhæf með öllu þegar kemur að því að leiða þjóðina eða stjórna.  Sorglegt

Baldur (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 12:46

2 identicon

Hulduráðherrann gott nafn á hana

Bíddu... Lofaði hún ekki fyrir kosningar að hafa allt uppá borði og algjört gegnsæji?

Æ bara joke, mig dreymdi það kannski einhverntíma 

Eins gott að við séum á varðbergi. Megum ekki vakna upp við þá martröð að hún sé óvart búin að selja landið. Tungumálamisskilningur 

anna (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband