25.1.2010 | 12:40
Þá er bara að finna hæfan mann og kæra aftur
Það væri óþolandi að láta þessa nímenninga sleppa með skrekkinn. Það er ekki nokkur hemja að láta þau komast upp með þetta bara af því að einhverjir aðrir hafa brotið af sér á einhvern hátt sem telja má alvarlegri afbrot.
Það má ekki senda þessu fólki sem kallar sig anarkista og aktivista þau skilaboð að það sé nóg að setja nagla í nefið og túrban á hausinn og þar með sé hægt að komast upp með hvað sem er af því að þeirra málfrelsi trompar varnir Alþingis.
Barnaskapur Borgarahreyfingarinnar er náttúrulega bara hlægilegur og ber að skoðast í því ljósi að þar fer fólk sem heldur að það sé á einhvern máta málsvarar þessa fólks fyrir það eitt að hafa staðið á Austurvelli á sama tíma og þau. Ég kýs sjálfur að brosa að þessari málaleitan þeirra og ýta henni svo til hliðar í afkima þar sem ég geymi minningar um Ástþór, Helga Hós og Þjóðvaka.
Ákæra afturkölluð vegna tengsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málið er ónýtt enda hægt að láta að því liggja að öll rannsókn málsins hafi snúist um að sanna tjón mágkonunnar og að rannsóknarfyrirmælin hafi verið gefin við eldhúsborðið heima hjá Valtý. Rannsókn á nefnilega líka að snúast um að sanna sakleysi þess sem kærður er.
Dýrkeypt fyrir þjóðfélagið að vera með Saksóknara sem kann ekkert í lögfræði.
Einar Guðjónsson, 25.1.2010 kl. 12:45
Allveg er ég hjartanlega sammála þér. Óþolandi pakk sem vill hafa ástandið svona til að geta hagað sér eins og hálfvitar
Elvar Freyr (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:46
Já Ólafur þú ert svona hress, en þú summerar þessu vel með lokasetningunni þarsem þú sýnir framá hve lokaður hugur þinn er og niðurnjörvaður. Tala nú ekki um útlitsdómana á fólki sem klæðir sig og skreytir öðruvísi en þú á pólóbolnum þínum, og þá ss klæðir sig og hegða "rangt".
Meiðsli þau er þingvörður varð fyrir þennan dag og bit á lögregluþjónum ef rétt reynist eru vissulega ekki réttlætanlegt ofbeldi og það ætti að taka fyrir hvert og eitt.
En þessi regla eða lög um Alþingi á ekki við þarsem þessi hópur fóks var aðeins á leið uppá þingpalla þarsem ég og þú og þau eigum rétt á að vera alveg sama hvernig við erum klædd eða hvaða skoðanir við höfum.
Þar þykir mér undarlegt að þingvörður hætti sér í veg fyrir hóp fólks sem er að nýta sér rétt sinn, ef þau síðan trufla þingfund eru pallar rýmdir. Til þess kom lögreglan, en að fullorðin kona fari að leggja líkama sinn í hættu til að stöðva reiða mótmælendur er alveg afkáralega vitlaust og vafalaust stendur í starfslýsingu hennar að öðruvísi skuli brugðist við.
Þú telur þig kannski gáfaðann andans mann þegar þú stillir þér upp við hliðina á Sveini Andra af þvi ða Sveinn Andri klæðir sig af svo mikilli virðingu og berst fyrir svo fallegum hugsjónum? Er kannski konan þín hálfsystir Sveins?
Ég tek það fram að ég var sjónarvottur að þessum aðgerðum við Alþingi þennan dag og þó að ég hafi ekki orðið vitni að öllu sem gerðist innandyra sá ég margt sem miður fór á báða bóga.
En eftir stendur, hví máttu þessir mótmælendur ekki fara á pallana einsog hver annar? Þeim var ekki ofbeldi í huga eða ásetning þegar innganga hófst heldur að benda Alþingi á að það væri umboðslaust og að þessi ríkisstjórn væri rekin.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 12:52
Já verst að Valtýr er svona slakur í lögfræði miðað við stöðu.
Enda Ó-sérstakur saksóknari.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 12:53
Já Óli. það væri óþolandi ef þau mundu sleppa .... voru þau samt ekki fleirri en 9?.....
Það er ekki nokkur hemja að láta þau komast upp með þetta bara af því að einhverjir aðrir fengu upp í kok af vibbanum og buðu sér sjálft inn í alþingi til láta þau heyra það.....
Spillingin er greinilega allsráðandi á Íslandi og fólk sem gegna mikilvægustu störfunum æða upp um allt og gera tóma þvælu með hausinn upp í skýunum, gersamlega sið-og veruleikafyrrtir í valdagræðgismóki og með blæðandi magasár af samviskubiti sem sést svo greinilega þar sem þeir eru með ræpuna upp á hnakka..
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 13:26
Sorglegt að sjá að Einar Guðjónsson gerir sér ekki grein fyrir því að lögreglan fer með rannsókn málsins, ekki saksóknari sjálfur.
En hvers vegna má ekki láta reyna á að ákæra þau fyrir þessa 100. grein?
Ef það er út úr kú þá fellir dómari það niður? Hann sýknar þau!
Hvað er málið með vælið hérna fram og til baka?
Það kemur nú stundum fyrir fyrir að vafi liggur á, menn eru saklausir uns sekt er sönnuð var sagt og álit leitað hjá dómara! Auðvitað er aldrei gaman að liggja undir svona grun en þannig er það nú bara í þessu réttarríki sem við kjósum að lifa í.
Þið sem svarið Ólafi og kvartið yfir óréttlæti ættuðað hugsa ykkar gang. Ef hér á ekki að ákæra hvenær þá? Ef þetta er algerlega út úr kú og dómari fellir málið frá með þeim orðum þá er hægt að kæra ýmislegt til baka og vinna. Mannréttindardómsstóllinn, hæstiréttur, umboðsmaður alþingis aðstoðar við ýmislegt.
En af hverju viljið þið, anarkistar og aktivistar, að allir fái bara að ganga lausir, alveg sama hvað? ok, ekki Ágúst, þú villt skoða nánar, ef rétt er, hvort að einvher slasaðist... Alveg magnað. Lætur hljóma eins og það sé frekar hæpið og jafnvel upplogið, þrátt fyrir að læknaskýrslur liggi þar fyrir, ef satt reynist.
Nu spyrja menn líka "af hverju fékk fólkið ekki að fara upp á þingpallana". Man enginn hvernig ástandið var á þessum tíma? Sá enginn hvað var að gerast þarna?
En burtséð frá því: Það hefur enginn heimild til að brjóta sér leið þangað sem óheimilt er að fara. Ef þingvörður vill loka fyrir aðgang að pöölum, þá er það gott og gillt. Fólkið mátti ekki bara brjóta sér leið inn, hrinda þingvörðum frá og strunsa inn, ekki frekar en þið megið brjóta ykkur leið inn til mín þegar ég meina ykkur inngöngu. Burtséð frá því hvort ég slasast eður ei!
Látum þetta fólk bara svara til saka, ef rannsóknin var klúður þá bendir dómarinn á það eins og þeir gera ósjaldan og málið er dautt! Ef ekki... Þá sjáum við hvaða dóm fólkið fær, þá væntanlega verðskuldaðan dóm? Er það ekki?
Tómas (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 13:43
Óþolandi svona tappar eins og þú Óli sem er ekki enn búnir að átta sig á hvða er búið að vera í gangi.
Bjöggi (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 13:44
Tómas: einmitt minn punktur ég var þarna og sá það sem sjá mátti með eigin augum.
Ég veit að einhverjir meiddust í þessum átökum, en tel að það þurfi líka að sanna það einsog annað í rétti. Það má ekki leika neinn vafi á þegar Ríkissaksóknari er svo ósvífinn að vinna án umhugsunar í málum mágkonu sinnar. Ég læt ekki neitt hljóma neitt, bara nefni að það þarf ekki að vera heilagur sannleikur sem drýpur af vörum allra lögreglumanna og ekki þurfa allir líkamsgataðir anarchistar að vera vondir, ofbeldisfullir lygarar. Þetta blandast oft meira en fólk vill sjá, sem sér svart hvítt. Einsog þú bætir við ef satt reynist.
Alþingi er sameign okkar allar og þá þykir mér eðlilegt að þingvörður færi rök fyrir lokunum þingpalla sem eru okkur opnir TIL að fylgjast með, veita aðhald og andmæla störfum þeirra sem þar sitja. Alþingi er ekki heimili Alþingismanna svo að líkja því við heimili þitt er frekar slappt.
Ég bendi á að ég hef persónulega og þú líka séð einstaklinga í þessum hópi komast í tæri við Geir Haarde á þessum tíma og ítrekað var manninum sem reiðin beindist að (nokkuð ósanngjarnt) ekkert mein unnið annað en ókvæðisorð svo þessi tilbúni ótti um ofbeldi og illsku stjórnleysingja og dópista er full mikið, reynslan sýnir annað. Skoðaðu myndir af Geir Haarde og mótmælenda á youtube þessu til stuðnings, þær myndir birtust líka í fréttum.
Lögregluaðgerðin þenna tiltekna dag var afar stór, stressuð og klaufaleg og langt útfyrir það sem þurfti miðað við hvað ég sá.
Og einu sinni enn ég var þarna, hvar voruð þið sem bregðist svona illa við skrifum mínum?
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 14:16
Bwahaha .......Tommi tommi tommi.
þú annaðhvort fílar það eða einfaldlega þorir ekki að spyrna við því, þegar það er verið að raðnauðga þér í ósmurt í taðgatið.........kanski þér finnst skárra að láta dúndra þig heldur en að vera vera kallaður anarkisti......
Það kemur nú alltaf betur og betur í ljós hverjir eru hinu raunverulegu, andfélagslegir anarkistar......
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 14:24
Ólafur Tryggvason Thors? Ertu ss. frændi Björgúlfs?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.1.2010 kl. 15:51
Svona svona Gunnar, rólegur.
Sæll félagi Valur, réttmæt spurning.
Einhver Ágúst, 25.1.2010 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.