Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
5.2.2009 | 13:55
Gott að vera eftirstóttur af vinum
Maður kemst nú við. Olli og kó eru bara bestu vinir okkar þessa dagana. Ísland yrði kærkomið nýtt aðildarríki í ESB. Eitthvað hefur þetta kostað og eitthvað er í þessu falskur tónn.
Fyrir skemmstu var það þetta sama lið sem kom í veg fyrir að við gætum látið skera úr fyrir dómstólum um ábyrgð á Icesave. Það voru ekki Breskir vinir okkar sem stoppuðu málið. Það var ESB.
Munið þið þegar Geir sagði "...við munum ekki láta kúga okkur..?" Það sem gerðist næst var að ESB hrökk við og vildi ekki leifa að úr þessu yrði skorið sökum þess fordæmis sem það skapaði ef lögin væru okkar megin.
Núna erum við bestu vinir aðal. Hvað kostar framhaldið?
Olli Rehn stendur fast á sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)