Skrítin röðun frétta

RÚV fjallaði um brotthvarf þessara þriggja framkvæmdastjóra gamla Kaupþings í kvöldfréttum í gær. Þessi frétt var sú tíunda í röðinni. Þetta finnst mér skrítið þar sem undanfarnar vikur hefur þjóðfélagið logað af óánægju með að þrátt fyrir að allt sé farið andskotans til skuli gömlu stjórnendurnir sitja sem fastast í sínum störfum. Núna loksins, tæpum 3 mánuðum eftir að fjárhagskerfi þjóðarinnar hrynur, rölta 3 framkvæmdastjórar út svona rétt eins og til að fá sér ferskt loft og það er bara fyrir heppni að það fær umfjöllun. Skildu þeir fá fínan starfslokasamning fyrir vel unnin störf?

Hvað eru hinir að hugsa? Hvað eru stjórnvöld að hugsa? Á bara að láta þetta fólk fá allan þann tíma sem það vill til að eyða gögnum og hylja slóðir? 

Reyndar er annað sem mér finnst skrítið. Það hefur ekki fengið neina umfjöllun svo ég hafi tekið eftir að þegar nýtt bankaráð Landsbankans var stofnað 8. nóvember skipaði framsóknarflokkurinn Hauk Halldórsson bónda í bankaráðið. Það hafa verið uppi háværar gagnrýnisraddir um að Davíð Oddsson sé ekki hæfur til að leiða stjórn Seðlabankans vegna þess að hann, sem lögfræðingur, sé ekki rétti  fagmaðurinn. Mönnum finnst ekki neitt áberandi athugavert við að í bankaráði Landsbankans sitji bóndi! 

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um hæfileika þessa manns til að gegna þessu starfi. Hafi hann eitthvað annað til að gera sig gildandi til setu í bankaráði á þessum ólgutímum skal taka það fram. Hefði ég verið skipaður í svona starf hefði ég ekki gefið upp hlutverkið hundaeigandi jafnvel þó það sé staðreynd. Ég vona að Haukur sé starfinu vaxinn og þessi bóndatitill sé grín. Þetta væri slappt grín og gerir okkar ágætu bændum ekkert gagn að láta bendla sig við þessa hluti.


mbl.is Tveimur sagt upp til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það er mikilvægt í umræðu um bankaráð að hafa í huga hvort bankaráð hafa með daglegan rekstur bankanna að gera eða almenna stefnumörkun um hluti eins og fyrir hverja bankinn vinnur og hvort gróðasjónarmið eiga að vera ofar í forgangsröðinni en samfélagsleg ábyrgð. Slíkt kallar á aðra hugsun, gagnrýna siðferðilega hugsun.

Þegar kemur að almennrri stefnumörkun er ekkert endilega víst að  best sé að allir séu með sama viðskiptafræðiprófið. Við höfum nú þegar séð hversu vel það gefst.

hinsvegar viljum við að þeir sem framkvæma stefnumörkunina séu vel menntaðir viðskiptamenn. 

Þegar ríkið á bankana getur það haft annað markmið, ýmiss hliðarmarkmið með rekstrinum þar sem arðsemiskrafan er ekki eina algilda markmiðið. Bankanum er hægt að beyta til að mynda þannig að það taki höggið af heimillum landsins vegna efnahagsvandans. Slíkt er ekki hægt að ætlast til að einkafyrirtæki geri, það hugsar fyrst og fremst um hag hluthafana, ríkið hugsar í vissum skilningi auðvitað fyrst og fremst um hag hluthafana líka, nema hvað hluthafarnir eru allir landsmenn og því eru viðskiptamenn bankans einnig eigendur hans. Þetta eru einfaldlega aðrar forsendur fyrir rekstrinum. Aðrar forsendur sem kalla á annarskonar stjórnun þó vissulega kalli þær líka á fagþekkingu innnan bankans.

Sævar Finnbogason, 30.12.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Sæva. Ég get verið þér sammála um að vel menntaðir viðskiptamenn skuli sjá um framkvæmd stefnumörkunarinnar. Mér finnst alveg jafn mikilvægt að vel menntað viðskiptafólk sjái um að marka stefnuna þannig að vel fari. Ég tel í ákveðnum skilningi einu gilda hvort markmiðið rekstrarins sé arður eða ekki. Ef  ekki er vel að stefnumörkun og stjórnun staðið er ekki von á góðu. Ef markmiðið er ekki að skila arði og einhver önnur sjónarmið liggja að baki þá er það bara svoleiðis og efni í aðra og mikið lengri umræði.

Ég legg á það áherslu að ég veit ekkert um hæfileika Hauks en ég dreg é efa að Bændaskóli sé góður undirbúningur undir setu í bankaráði. Ef hann hefur aðra menntun eða hæfileika skal þess getið þannig að þessi ráðning sé trúverðug.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 30.12.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband