Ómerkingar

Eina ferðina enn sýnir DV og sannar hvers lags sora lýður er þar innanborðs við skriftir.

Mér verður ómótt þegar, annars sómakært fólk, púkkar uppá Reyni Traustason, son hans og það auma lið sem í kringum þá dansar og vitnar í skrif DV.

Hérlendis virðist með öllu ómögulegt að missa mannorðið og missa trúverðugleika. Það hefur DV sannað marg-ítrekað.


mbl.is Fordæmir nafn- og myndbirtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Alveg fáránlegt ef DV hefur birt nafn og mynd af manninum. Skömm se þeim.

Árni Björn Guðjónsson, 17.8.2010 kl. 17:24

2 identicon

Þeir sögðu frá því að lögregla hefði þennnan mann í haldi.

hvað er málið ?

Einar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:26

3 identicon

Ég sá nú sem betur fer ekki neitt um nafn hins grunaða í hinum fjölmiðlunum. Sýnir bara hversu langt DV hefur fallið á eftir hinum fjölmiðlunum í vinnuháttum, er orðinn bara einhver ódýr slúðurmiðill.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:30

4 identicon

Hvað er málið Einar!?  Ég veit það ekki.

Hvernig hljómar þessi frétt:
Einar Einhversson er í yfirheyrslu hjá lögreglu vegna morðs(og svo kemur flott mynd af þér með fréttinni).

Það er ekki að ástæðulausu sem grunnregla réttarfarsríkja er saklaus þangað til sekt er sönnuð en ekki öfugt!

karl (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:33

5 identicon

Einar og Karl, DV bætti um betur og skrifaði "Grunaður um morð".

Pétur (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:44

6 identicon

Hann er hvergi borin sökum hjá dv. þannig að hann er enn saklaus uns sekt hans sé sönnuð þrátt fyrir að hann sé nafngreindur

Snævar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:45

7 identicon

Snævar, fyrirsögnin var "Ástríðuglæpur í Hafnarfirði". Ekkert spurningamerki á eftir fyrirsögn. Hvað les maður út úr því?

Kiddi (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:54

8 identicon

finnst það ótrúlega fyndið að fólk sem kærir sig ekki um að skrifa athugasemd á bloggi við frétt undir nafni með mynd af sér finnst það bara ekkert mál að það sé birt mynd af manni sem er í yfirheyrslum hjá lögreglu, með nafni og upplýsingum um hans persónuleg málefni um jafn háalvarlegan hlut og morð.

 okkur kemur nákvæmlega ekkert við hverjir eru í yfirheyrslum eða hverjir eru grunaðir.... það á að bíða með allar upplýsingar til almennings þangað til í fyrsta lagi ákæra er gefin út, jafnvel alveg þangað til sakfelling á sér stað. 

Gunnhildur (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:55

9 identicon

Dv. hefur sömu vinnubrögð og margir frægustu fjármálamenn þjóðarinnar. Á þessu landi virðist hægt að ræna ærunni af fólki álika einfalt og aleigunni. Löglegt en siðlaust. Það er eins og sumum hér á blogginu bara líki þetta !!.

Kaffibrúsakarl (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 18:14

10 Smámynd: Vendetta

Ég er hjartanlega sammála Ólafi og Kaffibrúsakarli. Ekki nóg með að saklausu fólki sé slátrað á forsiðu DV með nafni og mynd, heldur er DV iðulega fullt af lygum og rógburði í sakamálum. Blaðasnáparnir á þeim sorpsnepli er helzt að líkja við ónefnd meindýr sem hafast við í holræsakerfum.

Ég vil taka það fram að ég þekki ekki aðila málsins persónulega.

Vendetta, 17.8.2010 kl. 18:43

11 identicon

Þar eru samankomnar einhverjar helstu ritrottur og rógberar samfélagsins. Viðbjóðurinn sem frá þeim leggur er fenginn með þvingunum og hótunum, lygum, rógi, áróðri, ritstuldi lagt fram undir nafnleynd og allt litað með persónulegum skoðunum og pólitískum línum í formi árása og eineltis.

Þröstur (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 20:17

12 identicon

DV er ómerkilegt sorprit. Allt-nákvæmlega allt-er gert til að auka söluna.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:49

13 identicon

Það á ekkert að koma okkur á óvart hvaða vinnubrögð tíðkast á ritstjórn DV nú eftir sem áður.  Það sem kemur frekar á óvart er að einhver skuli lesa óþverraskrifin sem renna í síbylju úr ritvélum Reynis og félaga. 

Mæli með því að fólk noti lestur DV sem nokkurs konar persónuleikapróf, þá kemur hugarsorp Reynis loksins að einhverjum notum fyrir heiðvirt fólk.  Á því prófi fellur einmitt sá sem sýnir þá ófyrirleitni að gangast við lestri lygasnepilsins.

Furius (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 02:48

14 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ekki veit ég neitt um málið umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum en ekki þekki ég neinn þeirra sem að málinu koma og því geng ég ekki erind neins í mínum skrifum. Það má þess vegna vel vera að maðurinn sem færður var í yfirheyrslu í gær og DV slátraði sé sekur. Ég veit það ekki og DV ekki heldur. Núna skríkja þeir sins og óþekkur krakki og birta fyrirsögn "Full ástæða til að handtaka hann" Líkast til er það rétt en það voru margir aðrir færðir til yfirheyrslu. Einhverra hluta vegna sá DV pakkið ekki ástæðu til að birta myndir og nöfn annara. Ef þessi maður svo reynist vera sekur um Þennan verknað er DV ekki hót betri fjölmiðill eftir en áður. Lágkúra þessara ritrotta (gott orð Þröstur) er slík að vara ætti fólk við að lesa þeirra skrif. Vandinn við svona dusilmenni er maður veir bara alls ekki hvenær þeim ratast satt á munn og meðan svo er færi betur á því að fólk sleppi því að lesa DV, amk. sleppa því að vitna í ritið.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 18.8.2010 kl. 09:10

15 identicon

Youtube hefur margt að geyma...

http://www.youtube.com/watch?v=2mumPQhIfA8

http://www.youtube.com/watch?v=KNePeWjBQm4

Xio (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband