Hörku barátta

Landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra sagði í morgunúrvarpinu í morgun "Vinstri Græn munu standa alveg einörð í að berjast gegn aðild að Evrópusambandinu". Þetta eru bardagamenn hinir mestu. Svo einarðlega berjast þau að meirihluti þingflokks VG samþykkti að sækja um aðild.

Með umsóknaraðild eru:

  • Árni Þór Sigurðsson,
  • Álfheiður Ingadóttir
  • Svandís Svavarsdóttir
  • Lilja Mósesdóttir
  • Ögmundur Jónasson
  • Steingrímur J. Sigfússon
  • Bjarkey Gunnarsdóttir
  • Katrín Jakobsdóttir

Andvíg aðild:

  • Atli Gíslason
  • Þuríður Backman
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir
  • Ásmundur Einar Daðason
  • Jón Bjarnason

 Þú segist ekki berjast gegn aðild í einu orðinu og sækist eftir aðild í hinu. Það að fela sig bakvið að þetta útkljái málið bara í eitt skipti fyrir öll er bara bull. Nú mun liggja fyrir að Norðmenn sem eru búnir að hafna aðild í tvígang þurfa að gera það einn ganginn enn.

Þegar við höfnum aðild, eftir eitt og hálft til tvö ár og óskaplegan tilkostnað, mun það bara þýða að þeir sem ekki sætta sig við þá niðurstöðu munu bera fyrir sig alls kyns fullyrðingar að ekki hafi verið farið rétt að og munu hefja sama sönginn á ný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Satt segir þú frómi maður.

Þó segir mér hugur um að þú hafir greitt VG atkvæði þitt við síðustu Alþingiskosningar. Þar af leiðir að þú ert ekki alsaklaus andþjóðlegum athöfnum VG.

Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.

Blaðamenn Foldarinnar, 24.7.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Blaðamaður. Nei, ekki gerði ég það nú. Ég frábið mér alveg alla ábyrgð á gerðum VG núna og nokkurn tíma.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 24.7.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband