Baksýnisspegillinn er ágætur en hann sýnir bara það sem er að baki.

Umræðan í öllum fjölmiðlum og alls staðar í bloggheimum er á einn veg. Hver gerði hvað og af hverju. Það fer lítið fyrir vangaveltum um hvernig það fólk og flokkar sem í framboði muni standa sig í framtíðinni. Þetta er undarlegt þar sem það er framtíðin sem skiptir öllu.

Ég hef verið að velta vöngum yfir hvor skila beri auðu eða greiða atkvæði. Það að skila auðu er vissulega að taka afstöðu. Spurningin er kannski helst hvort ég er tilbúinn í að fórna kosningaréttinum til þess eins að gefa einhverja yfirlýsingu sem síðan enginn veit hver er og fólk túlkar hver með sínu höfði. Ég er farinn að hallast að því að það sé rangt.

Það hvernig einhver þingmaður stóð sig í fyrra eða hingað til segir mér lítið um hvernig sá þingmaður mun standa sig í framtíðinni við aðstæður sem við höfum aldrei séð áður. Því er svo komið að ég held að það væri afar misráðið að skila auðu.

VG: Það kemur eðlilega ekki til greina að kjósa kommúnista í neinu formi, það er glapræði að hleypa einstrengingslegum öfundarsjónarmiðum róttækra vinstrimanna sem boða skattahækkanir og launalækkanir sem lausnir að stjórnvelinum. Fólk sem ætlar að koma ekkjuskattinum á aftur og setja hátekjuskatt á allt sem er yfir meðallaunum á ekki að koma nálægt því að stjórna Íslandi.

Fylkingin þekkir bara eitt ráð í bráð og lengd og það er ESB. Flokkur sem hefur ekki fleiri úrræði kemur ekki til greina.

Frjálslyndi flokkurinn er ekki lengur til og farið hefur fé betra.

Borgara-hvað-sem-það-heitir er samansafn af ósamstæðum mótmælendum þar sem sýnist sitt hverjum án eiginlegrar stefnu og kemur þess vegna aldrei til greina.

Ástþór og kó nenni ég ekki að útskýra.

Eftir standa Framsóknarflokkurinn sem boðar 20% niðurfærslu og Sjálfstæðisflokkurinn með sambærilega áherslu. Þarna þarf ég núna að velja á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er betra að skila auðu en Auði. Hún er fín.

Ég á hnapp sem á stendur "Aldrei kaus ég Framsókn". Ber hann stoltur.

Ég get líka stutt stefnu Sjálfstæðisflokksins, verst með fólkið.

Baksýnisspegillinn

Sigurður Ingi Jónsson, 21.4.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband