Þegar minna er meira.

Það er til fólk sem heldur því fram að Laffer kúrfan standist ekki, hún sé bull. Þetta fólk tínir til ýmis dæmi máli sínu til stuðning og alhæfir út frá þeim. Það er kannski tilviljun en það er algengt að þetta sé sama fólkið og þau sem réttlættu gengdarlausa skattpíningu fráfarandi Ríkisstjórnar. Ég þekki engan sem fullyrðir að kenningar Laffers standist sem einhver kosmískur heildarsannleikur án undantekninga. Þær eru í besta falli nothæfar sem vísbending og sem tól sem maður skildi hafa til hliðsjónar.

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins standa og falla með því að Lafferáhrif séu til staðar. Loforðin ganga út á að síðasta Ríkisstjórn hafi gengið of langt í skattlagningu. Hugsunin er að þeim punkti hafi verið náð að aukin skattpíning hafi lækkað skatttekjurnar og að þessu megi snúa við landinu til hagsbóta. Loforðin um lægri skattabyrði muni þannig gagnast bæði Ríkinu og skattgreiðendum í formi hærri skatttekna fyrir Ríkið. Ef dregið er úr skattáþján muni af því stafa hærri tekjur fyrir Ríkissjóð.

Frétt í mbl.is er skýrir frá dæmi um að þetta er einfaldlega hárrétt. Lafferáhrifin eru skýr í afkomu og tekjum ÁTVR. Áfengisgjald var hækkuð um 5.1% í ársbyrjun 2012 og upphæð svokallaðra "syndaskatta" (arðgreiðslur ÁTVR til Ríkisins) hækkaði um 4,5%. Hækkunin skattekna Ríkisins nær ekki að halda í við hækkun áfengisgjaldsins, hún nær ekki einu sinni að halda í við hækkun verðlags það árið.

Fráfarandi Ríkisstjórn bendir iðulega á að náðst hafi fínn árangur á ýmsum sviðum. Eitt af því sem þau minnast á er "Allir vinna" verkefnið sem hafi skilað miklum peningum og örvað atvinnulífið. Annað sem þau stæra sig af er skattaafsláttur á kvikmyndagerð sem hafi skilað hingað til lands talsverðum fjölda erlends kvikmyndagerðarfólks sem skildi eftir talsvert af gjaldeyri í landinu.

Afkoma ÁTVR og þessi tvö dæmi um hagstæð áhrif skattalækkana segja allt sem segja þarf um það að lækkun skatta getur skilað umtalsverðum árangri. Þetta einfaldlega sannar að þessi kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins eru ekki innantóm og marklaus heldur þvert á móti að í þeim felist hugsanlega verulegur ágóði.

Núna er einungis spurning um hvernig þetta verður framkvæmt og mjög mikilvægt að vel takist til því mikið er í húfi fyrir heimilin í landinu sem sakna ennþá skjaldborgar Jóhönnu, sem til allrar lukku er að verða fyrrverandi pólitíkus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband