Framsókn? Hrollur.

Í ljósi þess hvernig forustusveit Sjálfstæðisflokksins er skipuð, sem stendur, get ég ekki hugsað mér að kjósa þann flokk. Má vera að þetta lagist á landsfundinum núna um helgina og Hanna Birna taki formannssætið. Þá skal ég skoða málið uppá nýtt.

Hvað er þá til ráða?

Í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn er með langbesta formanninn,  bestu tillögurnar, langbestu frammistöðuna og heilindin á síðasta kjörtímabili er það freistandi að kjósa þann lista í komandi kosningum, eða hvað.

Þegar litið er til þess að ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður alla mína tíð, þó ég hafi ekki tekið virkan þátt í flokksstarfinu, væri þetta mikil beygja af leið. Þetta er samt sem áður næstum því freistandi þangað til við lítum yfir farinn veg.

Þegar ég hugsa um Framsókn er ýmislegt miður fallegt sem kemur upp í hugann. Þar er al-svartast og verst Finnur Ingólfsson. Ég sé ekki að Framsókn hafi svarið hann af sér og hann tórir efst á minningarsúlu framsóknar í mínum huga sem fyrirmynd alls sem er ómerkilegt og undirförult.

Hvað er næst í svokallaðri glæstri 100 ára sögu framsóknar? Halldór Ásgrímsson/Skinney-Þinganes og argreiðslur úr gjaldþrota fyrirtæki. Ég hef ekki séð nein merki þess að B hafi hrist þetta slen af sér.

Það er fleira. Guðni Ágústson sem er holdgerfingur þess sem rangt er í landbúnaðarmálum Íslands. Hann er naglfesta og kjölur yfirgangs og einokunar Mjólkursamsölunnar sem eyrir engu frekar en flóðaldan á Jólum 2004. Ekki sé ég nein merki þess að B hafi hreinsað sig af þeirri fortíð sem í raun er okkar raunveruleiki enn í dag.

Ef litið er um öxl eru svo margt óhreint í fortíð Framsóknarmanna sem enn hangir eins og skánin á kúnum í Álftafirðinum að það gerir manni erfitt fyrir að hugsa um það í alvöru að kjósa Framsóknarflokkinn.

Þar á bæ leggur fólk ofuráherslu á að þetta sé allt saman fortíðin og að við eigum ekki að vera föst í henni og líta frekar fram á veginn. Ef þetta væri alfarið fortíðin og að það væri skýrt að Framsókn ætlaði sér að skola skítinn af eigin belg, hreinsa af sér þessa klepra sem Finnur að líkir félagar eru, og til dæmis leggja af núverandi þvergirðingshátt í landbúnaðarmálum liti þetta óneytanlega betur út.

Sem stendur hef ég engin séð merki þess og skila Auðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband