Sannaðu það þá

Jóhanna, þjóðin trúir þér ekki. Þín frammistaða hefur ekki gefið tilefni til þess. Ef þú ert tilbúin til að sanna þitt mál skaltu bara gera það án frekari málalenginga.


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Finnst þér það eðlilegt að hægt sé að koma með hvaða skít sem er., og dengja honum á náungann, og að það standi upp á hann að afsanna ?

Haaaló... er ekki allt í lagi hjá þér ?

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 13:25

2 identicon

Já Jóhanna sannaðu það þá. Í þessu tilfelli þar sem við eigum öll að fara að borga skuldir sem fæst okkar komu nálægt að skapa, já þá þarf hún að vinna fyrir opnum tjöldum og sanna sitt mál. þÁ

ÞÁ (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:29

3 identicon

Er þá ekki eðlilegt að forsætisráðherrann birti það sem hún hefur til að styðja ásakanirnar  sem hún ber upp á framsóknarpiltana?

Agla (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ég bendi á að Jóhanna segir sjálf, að fyrra bragði, að hún geti sannað sitt mál. Hún á þá bara að gera það.

Ég veit ekkert hvað er hæft í þessu öllu en miðað við framgöngu þeirra Steingríms þegar þau ætluðu ekki einu sinni að sýna Alþingi ICESAVE samning Svavars og báru við ósk frá Hollandi og UK um trúnað þá finnst mér að hún eigi bara að sanna hlutina.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 13:35

5 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér Ólafur.

Ef það ( er hún ekki hvorugkyn ? ) ekki að segja að það hafi sannanir í höndunum ?

Á borðið með alla pappíra.

Björn Jónsson, 10.10.2009 kl. 13:52

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Vil í fullri vinsemd benda þér á að það vantar að minnsta kosti 1 upp á það að þú getir talað og kastað fúkyrðum í fólk í nafni íslensku þjóðarinnar. Þessi eini er ég og sá grunur læðist að mér að þeir séu miklu fleiri sem ekki hafa, vilja né munu nokkurn tíma gefa þér umboð til að gefa út yfirlýsingar í þeirra nafni.

Það líka meira en athyglisvert að skv. skoðanakönnun "capacent" er stjórnarandstaðan svo rúin trausti að það eru aðeins 18% ánægð með hennar störf, 31% hvorki né, 51% óánægð.

Hversvegna?

Kíktu á bloggið mitt: siggigretar.blog.is, þar set ég fram mínar skoðanir á þessari hraklegu útreið stjórnarandstöðunnar á Alþingi

Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 14:04

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Sigurður. ég vil í fulllri vinsemd benda þér á að ég þarf ekki þitt leyfi til eins eða neins. Ég hef ekki farið fram á það og mun ekki gera. Ég ætla heldur ekki að reyna að segja þér hvað þú mátt segja eða hvenær. Meðan ég læst ekki tala fyrir munn annara mun ég ekki fara fram á umboð þeirra til að segja það sem mér býr í brjósti.

Þessi blog færsla mér getur tæpast kallast fúkyrði. Ég kalla einfaldlega eftir því að forsætisráðherra sem ég treysti ekki á nokkurn hátt til neinna verka sanni sitt mál.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 18:26

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þetta er sama kerlingarálftin og sú sem samkjaftaði ekki um gegnsæi og hét því að allt skyldi vera uppi á borðinu, fyrir kosningar, en nú er pukrið slíkt að jafnvel Steingrímur fær ekki lengur að vita hvað hún er að bralla. Hún er gjörsamlega að fara á límingunum og ég spái því að hún muni ekki endast árið. Hennar verður ekki minnst með söknuði.

Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:25

9 identicon

Jóhanna, þjóðin trúir þér ekki.

Meðan ég læst ekki tala fyrir munn annara mun ég ekki fara fram á.....

Þessar tvær setningar eru teknar úr þínu eigin bloggi Ólafur. Hvernig getur maður í einni setningu sagst tala fyrir "alla þjóðina" en síðan hlaupið í það skjól að þú "látist  ekki tala fyrir munn annarra"?

Sigurður Grétar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 10:51

10 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Sigurður, þegar ég segi "Jóhanna, þjóðin trúir þér ekki." er ég ekki að tala fyrir munn þjóðarinnar heldur fullyrða um hvað ég tel að eiga við um þorra landsmanna eins og nýleg skoðanakönnun gaf til kynna. Mér kemur í hug fullyrðing sem máske á við um þig "þið eruð ekkert endilega þjóðin"

Ef Jóhanna hefði birt þessi bréfasamskipti sín strax hefði ekki risið upp þessi bylgja úlfúðar sem fór hátt um helgina vegna þess. Reyndar sker birtingin ekki úr um ásetninginn um skemmdarverk sem var ástæðan fyrir öllum látunum.

Ég fullyrði að hér eftir mun ég ekki tala ekki fyrir þína hönd án þess að ég muni taka það sérstaklega fram hverju sinni og mun ekki svara nöldri þínu um það efni.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 08:44

11 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ólafur, þú ert greinilega framsóknarmaður af "nýja skólanum" sem nú er undir forystu Sigmundar Davíðs, þann skóla stofnaði Halldór Ásgrímsson sem ýtti til hliðar því merki sem margir ágætir menn höfðu reist þeim flokki svo sem Steingrímur, Eysteinn, Hermann og Jónas frá Hriflu má nefna þó margt væri gallað í hans fari.

Það er athyglisvert að þú og þeir sem taka undir það sem þú segir nota fúkyrðaflaum og svívirðingar. það virðist falla í frjóa jörð hjá þér.

Það er einmitt slík umræða sem er eyðileggjandi þegar aldrei er meiri þörf á yfirvegaðri umræðu og því að við á þessu skeri stöndum saman. En menn eins og þú Ólafur, Baldur Hermannsson og aðrir slíkir eru svo illa haldnir af minnimáttarkennd að þið haldið að þið verðið stærri með skítkasti í aðra.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.10.2009 kl. 09:59

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigurður, það stendur ekki steinn yfir steini í þessu argaþrasi þínu og versnar þó um allan helming þegar þú ætlar að leika sálfræðing: "En menn eins og þú Ólafur, Baldur Hermannsson og aðrir slíkir eru svo illa haldnir af minnimáttarkennd að þið haldið að þið verðið stærri með skítkasti í aðra."

Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband