Þetta líst mér á

Þessir menn eru kjarkaðir. Mér líst mætavel á þetta nýja ritstjóraval.

Ef þetta verður til að minnka þó ekki væri nema smávegis þá vinstri slagsíðu sem tröllriðið hefur Íslenskum fjölmiðlum undanfarið þá er það vel.Jafnvel Ríkissjónvarpið hefur sigið illilega á vinstri hliðina.

Nú er mál til að fá aftur fjölmiðil sem þorir að taka á málum og fjalla um þau á einhvern annan hátt heldur er með pennum VG og fylkingar.

Nú er ég ekki að biðja um blað sem falsar og lýgur í anda Þjóðviljans gamla heldur blað sem þorir að segja að það sé ekki endilega náttúrulögmál að öllum ráðum sé beitt til að jafna, jafna jafna. Blað sem þorir að segja að það sé ekkert að því að skara framúr of að efnast án þess að fjalla um hvernig megi nota skattkerfið og tekjutengingu til að hafa af fólki það sem það hefur unnið sér inn.

Ég býst við að fólk muni í stórum stíl segja upp áskrift moggans og finnst því þessi ákvörðun þeim mun kjarkaðri. 


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og nú fá aðdáendurnir stöðugt að heyra hvað einkavæðingin var frábær, Landsbankinn vel rekinn, aðhald Seðlabankans til fyrirmyndar og kapítalisminn aldeilis stórkostlegur -- nema hvað einstaka kapítalisti fór út af sporinu.

Siggi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Eigendum er alveg sama þó áskrift minnki því við almenningur berum skuldirnar. Borgumblaðið.

Margrét Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 17:48

3 identicon

Ertu að segja að öfga hægri sinnuð ritstjórn sé betri heldur en eitthvað sem er vinstri sinnað? 

af hverju fáum við ekki óháða fjölmiðla á íslandi, þetta er óþolandi ástand og ég get sagt það fyrir mína parta að ég mun ekki lesa morgunblaðið undir ritstjórnar Davíðs Oddsonar

Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Siggi þú ert að ruglast 'ORG og Davíð þegar þú segir að við fáum að heyra útrásina mærða, lesa söguna fyrst til að fá eitthvað vitrænt í skoðanir sínar "Siggi" no name..

Ragnar Borgþórs, 24.9.2009 kl. 18:32

5 identicon

Blessaður vertu ... það eru allir að æsa sig upp í dag yfir þessu en eftir viku verður allt falið í dúnalogn.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:03

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Gísli: Ég vil ekki öfga neitt. Öfgar eru alltar slæmar. Það sem ég meina með þessu er að undanfarið hefur umfjöllun nánast allra fjölmiðla snúist í svo miklar vinstri upphrópanir að fólk sem telur t.d. ekki athugavert að það sé hæfileikatengdur launamunur þora ekki að opna munninn. Sósíalísk rétthyggja er orðin svo óþolandi í allri umræðu að það er nauðsynlegt að einhver fjölmiðill verði til sem ekki er sammála því að það sé á einhvern mátt réttlætanlegt að Forsætisráðherra sé launahæsti starfsmaður ríkisins og þorir að segja það. Þau öfundarsjónarmið sem hafa kæft eðlileg skoðanaskipti undanfarið eru síður en svo fallin til uppbyggingar. Ég vil að öll sjónarmið komist að. Ég sé að við Siggi erum líkast til ekki sammála um þetta en mér dettur ekki í hug að eyða út hans athugasemd. Hún hefur sitt gildi þó ég sé líkast til ekki ekki sammála höfundinum.

Ég tel ekki að neinn fjölmiðill geti verið algerlega óháður. Allir fjölmiðlar taka afstöðu í grundvallaratriðum. Ef þú bara veist hvaða afstöðu einhver fjölmiðill hefur tekið getur þú metið áhrif þeirrar afstöðu á heildarumfjöllun þess miðils. Núna fáum við kannski blað sem þorir að viðra annað en eingöngu sjónarmið núverandi stjórnvalda og upphrópanir öfganna sem hæst lætur um þessar mundir.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ef einhver hefði spurt mig hvað Óla finndist um þetta, þá hefði ég sagt að ég teldi Óla ötulan stuðningsmann flokkspólitískra málgagna, svo fremi að Mogginn hafi aðgang að meira fé en hin.

Sigurður Ingi Jónsson, 25.9.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband