Sparnaður í Ríkisútgjöldum

Ríkisstjórnin keppist við að kynna aðgerðir til sparnaðar í Ríkisútgjöldum. Líkast til gengur þeim gott eitt til en stundum dreg ég það í efa. Ríkisstjórnin annaðhvort hefur ekki góða ráðgjafa eða gerir sitt allra besta til að hlusta ekki á þá. Þau hunsa góðra manna ráð af miklu kappi.

Finnar keppast við að benda okkur á hvað þeir lærðu af sinni kreppu og afleiðingum þeirra aðgerða sem þeir gripu til. Ekki draga saman! Ekki minnka draga úr framkvæmdum og ekki lækka laun. Það kallast að hella olíu á eldinn. Ef minna fé er í umferð er minna til skiptana og samdrátturinn eykst sem því nemur. Snillingar.

Ríkislaunaþaksráðherrann er afar stolt af því að nú hefur tekist að lækka Ríkisútgjöld um heilar 8 milljónir með því að lækka laun handhafa forsetavalds um 80% Núna fá þau til samans 20% af þeim launum sem þau fengu áður fyrir það að gegna störfum forsetans. Væri ekki nær að gripurinn héldi sig í landinu? Við það mætti spara allar þessar 10 milljónir sem fóru í greiðslur til handhafa forsetavalds og þar að auki má leiða að því líkum að heilmikill ferðakostnaður hans og fylgdarfólks muni sparast í leiðinni. Sjáið til, Jón Ásgeri er búin að selja þotuna sína þannig Óli og D geta ekki lengur fengið far hjá Baugi.


mbl.is Meiri sparnaður í alþjóðasamstarfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hvað eyðir ríkið mest mánaðarlega?

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband