Til hamingju Ísland

Eins og útigangshross sat þessi arma kona, forsætisráðherra, og þvaðraði ofan í þjóðina í kastljósi í gærkvöldi. Er ekki kominn tími til að fólk taki þessa konu af þeim ímyndaða stalli sem hún var sett á. Þvílík steypa sem Jóhanna rappaði yfir þjóðina. Hennar líf virðist snúast alfarið um að ekki megi vera hætta á því að einhver sem rís undir afborgunum fái lækkun skulda. Skítt með þá sem rísa ekki undir byrðinni. Það á bara að greiðsluaðlaga. Veit þjóðin hvað það þýðir. Hafið þið kynnt ykkur hvað greiðsluaðlögum þýðir? Það þíðir að þeir sem stefna í gjaldþrot fá að ganga í gegnum ótrúlega niðurlægjandi ferli greiðslumats og eftirlit ríkisins í fimm ár. Það er skipaður fjárhaldsmaður sem gerir greiðsluáætlum sem miðast við að hafa af fólki eins mikið fé og nokkur kostur er í fimm ár. Kynnið ykkur málið. Þetta er ekki löng lesning. 2 síður eða svo. 

Hvað þýðir "við munum ekki auka tekjur ríkissjóðs í gegnum skatta meira en var gert á árunum 2005 til 2007?" Það þýðir ekki að skatthlutfall af launum þínum verður ekki hærra en 35%. Það þýðir ekki heldur að heildar skattgreiðslur þínar muni ekki verða hærri er 35%. Hún sagði að skatttekjurnar yrðu ekki hærri er 35% af vergri landsframleiðslu. "Sem hlutfall af landsframleiðslu". Með öðrum orðum, við ætlum að skrúfa upp skatta þar til syngur í buddunni hjá þessum djöflum sem hafa hugsanlega hærri laun en Jóhanna.

Núna má ekki gleyma því að í millitíðinni hafa nokkrir af allra stærstu skattgreiðendunum horfið af sjónarsviðinu. Nokkrir skatthæstu einstaklingarnir (til dæmis Björgólfur Guðmundsson) hafa hrunið og munu því ekki tróna þar á toppnum. Allir bankarnir sem greiddu milljarða á milljarða ofan eru núna horfnir úr þessum hópi. Eftir stendur launafólk í landinu sem stefnir í gjaldþrot í stórum stíl þvert ofan á loforð Jóhönnu og kommanna.

Þrjár leiðir til segir hún. Þrjár leiðir! Jesús Pétur! Ein leið er að auka tekjur (skattar á sócialísku). Önnur leið er að fara í hagræðingu (þetta kalla aðrir minnka útgjöld) og niðurskurður (þetta kalla aðrir minnka útgjöld)

Hvers vegna í ósköpunum eru laun hennar hámarks laun hjá ríkinu? Ætlar einhver að  segja mér að Jóhanna Sigurðardóttir sé slíkur talent að hennar starf eigi að skilgreina launaþak þeirra starfsmanna sem hjá ríkinu vinna? Er það svo? Ef launin fara ekki eftir hæfileikum þarf ég að fá að vita hvað á að ráða þeim. Er nóg að fara í starfstengt námskeið eins og t.d. hmmm, meirapróf og fara svo í pólitík til að tróna á toppi launaskala ríkisins? Þessi vinstri öfundarpólitík er að koma þjóðinni illa í koll þessa dagana. 

Hún ætlar að skoða það "í sátt við greinina" hvernig á að taka fiskveiðiheimildirnar af útgerðinni. Hún ætlar ekki að segja okkur hvernig þetta á að gerast. Bara talar í hringi í kringum hluti sem hún veit ekki hvernig á að framkvæma.

Enn þvaðrar hún um að ESB eigi að laga alla hluti milli himins og jarðar. Bara glýja og blinda. Fá styrki frá Brussel til að redda öllu og öllum. Ísland á að gerast betlari á jötu þjóðanna og sníkja ölmusur frá Stór-Evrópu. Stórmannleg og uppburða framtíðarsýn.

Ljósið í þessu vinstri myrkri er að þessi ríkisstjórn mun standa stutt við. Því styttra því betra.  

 


mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Segðu mér alveg satt, getur verið að ég greini örlítið neikvæðan tón í þessum pistli þínum?

Sigurður Ingi Jónsson, 12.5.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Sigurður, þú ert næmur. Ég vil samt leiðrétta þessa ónákvæmu ágiskun. Þegar grannt er skoðað má greina örvæntingu og skelfingu.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 12.5.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Skil. Mér hlýtur að fyrirgefast því örvænting og skelfing eru hughrif sem ég kannast ekki við í þínu þeli.

Sigurður Ingi Jónsson, 12.5.2009 kl. 11:45

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

"Ljósið í þessu vinstri myrkri er að þessi ríkisstjórn mun standa stutt við. Því styttra því betra."

 Því miður, félagi. Heimskautanóttin er skollin á. Fjögur ár, takk fyrir.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband