Dómsdagsvitleysa

Hvað heldur fólk að borgarahópurinn standi fyrir? Ekkert og allt. Ekkert og allt er það sem fólk var að mótmæla á Austurvelli. Einn var að mótmæla stjórnvöldum og annar að mótmæla bankahruni. einn mótmælti að Davíð sæti sem Seðlabankastjóri (ég bendi á að sá norski hefur engu áorkað) og aðrir mótmæltu háum stýrivöxtum eða bara háu verði í Bónus.

Allt þetta fólk fann fara um sig sælu- og samstöðuhroll þar sem það stóð og mærði Hörð Torfason fyrir sitt dásamlega framtak. Það eitt átti þetta fólk allt sameiginlegt. Annað ekki. Ansi margir stóðu svo eins og illa gerðir hlutir þegar á svið komu sirkus atriði eins og átta ára stúlka sem hélt fyrirlestur um ástandið eða þegar á sviðinu stóðu róttækir kommúnistar og boðuðu byltingu. Það var alls ekki þetta sem fólkið kom til að klappa fyrir. Vandinn var bara að það að standa í stórum samstöðuhópi sem gargaði saman í hóp-sefjun og klappa ekki fyrir framtíðarsýn litlu stúlkunnar, ja það væri lúalegt. Því klappaði fólk fyrir hverju og hverjum sem stóð á sviðinu og allir fundu til einhvers konar samstöðu. Þetta voru heit augnablik sem fólk á eftir að ylja sér við meðan það stritar fyrir hækkuðu sköttunum sem það er um það bil að kjósa yfir sig.

Núna er þessi vitleysa fyrir bí. Fólk búið að fá flest af slagorðun mótmælaskiltanna í gegn og hvað blasir við? Ekki rassgat. Stæk vinstri stjórn er búin að hafa völdin í hartnær þrjá mánuði og áorka engu. Hún hefur gert fólki dálítið sársaukaminna að verða gjaldþrota, en ekki koma í veg fyrir gjaldþrotið. Hún hefur reyndar líka yfirtekið geysilegan fjölda fyrirtækja sem hafa farið á hausinn á valdatíma sínum vegna þeirra eigin aðgerðaleysis, en hún kom ekki í veg fyrir gjaldþrot þeirra. Stýrivextir eru enn stjarnfræðilega háir og enn hefur ekkert verið gert til að lina þjáningar fólksins þrátt fyrir himinhá loforð þess efnis.

Steingrímur gargaði eftir upplýsingum um raforkuverð til álfyrirtækjanna en þegar hann er í aðstöðu til að upplýsa um það þegir hann þunnu hljóði.

Jóhanna Forsætisráðherra, sem ekki getur komið fram fyrir hönd þjóðarinnar erlendis af því að hún talar ekki ensku, heimtaði afnám verðtryggingar lána þegar hún þurfti ekki að bera ábyrgð á afleiðingunum. Núna þegar hún er í aðstöðu til þess að gera það gerir hún 100% ekkert. Reyndar ætlar hún að gera það seinna, já seinna ef hún fær umboð til þess.

Þetta er sá veruleiki sem blasir við ef fólki dettur í hug að greiða öðru hvoru af verstu vinstri öflunum atkvæði sitt eða skila auðu. Þessi hópur hefur boðað skattahækkanir, launalækkanir og inngöngu í ESB. Þetta þrennt er það sem þau eru búin að lofa. Þau eru reyndar ekki alveg sammála um þetta síðasta en eru sammála um að vera ósammála eins og Atli Gíslason orðaði það í sjónvarpinu í gær. Þau ætla að sækja um og ekki sækja um inngöngu í júni skv. Jóhönnu málakonu. Í júni ætlar hún að fara til Brussel og annað hvort sækja um inngöngu eða ekki.

Borgarahreyfingin hefur sama kauðalega yfirbragð og Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar á sínum tíma og Frjálslyndi flokkurinn seinna. Svona eins konar óánægju samkrull úr Sjálfstæðisflokknum. Fólk sem hefur ekki neitt til að sameina annað en að vera á móti. Það er ekki nóg að bara vera á móti. Að vera á móti er ekki stefna. Það er ekki einu sinni hægt að sameinast um það til lengdar. Það að vera á móti er ekki lífsskoðun eða áhersla sem maður byggir á. Fólkið sem til samans myndar þennan óánægjuhóp mun fljótt reka sig á að þeirra áherslur eru ólíkar í öllum helstu atriðum og mjög fljótt mun skerast í odda á nánast öllum sviðum. Atkvæði greitt þessum hópi er ónýtt. 


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Mæli eindregið með http://borgarahreyfingin.is/stefnan

Aldrei að vita nema að það hjálpi þér að komast út úr afneituninni og yfirlýsingagleðinni

Baldvin Jónsson, 21.4.2009 kl. 09:42

2 identicon

Ég er ósammála. „á móti“ er fín stefna. Í fótbolta eru alltaf nokkrir varnarmenn sem hafa það eina hlutverki að gegna að koma í veg fyrir að andstæðingurinn geti skorað mark, og einstökusinnum að byggja upp sóknarfæri sem fyrir aðra að framkvæma og nýta.

Það var það sem mótmælin í vetur gengu út á, að vera á móti spillingu og vanhæfum embætismönnum. Koma í veg fyrir að þeir gætu áorkað einhverru gegn okkar hagi. Og að greiða fyrir aðgangi annarra í að nýta sóknarfæri sem byggt var upp.

Þess vegna ætla ég að vona að á þingi verði alltaf stór hluti þingmanna með þá stefnu að vera bara á móti. Fólk í valdastöðum þarf stöðugt aðhald og fólk sem hefur þá stefnu að vera á móti veitir stóran hluta af þessu aðhaldi.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

BORGARAHREYFINGIN GERÐI EKKI HEILA ÞJÓÐ GJALDÞROTA.

ÞAÐ ER NÆG ÁSTÆÐA FYRIR ÞVÍ AÐ SETJA X VIÐ O Á KJÖRDAG.

Baldvin Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 10:28

4 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ef þú telur með þessum skrifum þínum, að þú fáir kjósendur til þess að snúast á sveif með Sjálfstæðisflokknum, þessum gerspilta flokks sem kom þjóðini á hausinn, þá verður þér ekki að ósk þinni. Sjálfstæðisflokkurinn hrynur og hrynur, og á eftir að hrynja meira, þess vegna skora ég á þig og aðra kjósendur að setja X við O, þannig fáum við nýan og ferskan blæ inn á Alþingi á sumri komandi.

Hjörtur Herbertsson, 21.4.2009 kl. 10:30

5 identicon

Áhugaverð lesning en ég velti því samt fyrir mér hvernig Sjálfstæðismenn hyggjast borga skuldir ríkissjóðs ef ekki á að hækka skatta...

Margrét Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:01

6 identicon

Fólk sem heldur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki eftir hækka skatta ætti kannski að rifja upp að hvergi innan OECD ríkjanna voru skattar hækkaðir meira síðasta áratuginn en hér á klakanum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins... http://www.visir.is/article/20081101/FRETTIR01/26519277/-1

Bella (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Baldvin. Það vill svo til að ég er búinn að lesa stefnu Borgarahreyfingarinnar, sem og stefnu annarra framboða. Það er ástæða þess að ég er þessarar skoðunar. Þarna er allt útbíað í óljósum orðum eins og "verður ákveðið í samráði við" eða "leitað verði leiða" eins í gjaldmiðla málsgreininni. Þetta lyktar af málamiðlun og varfærnu málfari sem miðar að því að setja saman stefnumál sem hægt er að tala sig í kringum nógu lengi til að tóra fram yfir kosningar. Ef svo kæmi að því að þessi hópur þyrfti að byggja ákvarðanir á þessu plaggi myndi fljótt fjara undan samstarfinu vegna þess, fyrst og fremst, að hér er ekki á ferðinni samhentur hópur sem hefur að baki fortíð samvinnu og samstarfs heldur mikið frekar hópur sem hefur það eitt sammerkt að vera reiður. Reiði getur aldrei staðið sem sameiningarafl hvað sem Hörður Torfason heldur fram. Inn á milli og allt um kring er þetta ljómandi góðir og sómakærir einstaklingar sem vilja vel og eiga all gott skilið en sem hópur getur þetta ekki gengið upp.

Í stefnu O er einnig að finna bull sem stenst ekki stjórnarskrá eins og að ógilda afturvirkt alla fjármálagerninga síðustu tveggja ára. Sjálfur væri ég hlyntur því að eitthvað svoleiðis væri gert en það stenst bara ekki skoðun og því eingöngu sett fram til að kasta ryki í augu fólks sem heldur að þetta sé hægt. Þetta dauðþreytta orð lýðskrum kemur upp í hugann við lesninguna.

Ég ætla ekki að eyða tíma í að krítisera sérhverja málsgrein stefnunnar vegna þess að það væri bara tímasóun. Það er af miklu að taka. Ég vil ítreka að einstaklingarnir sem þarna standa að baki eru upp til hópa heiðursfólk en þetta samkrull og loðmulla bara gengur ekki upp.

Dæmi: "Tiltekinn minnihluti þingmanna geti boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu" Er "Tiltekinn minnihluti" tala eða hlutfall. Hversu hátt?

Allt tal um fjölþrepa skattkerfi og aukið flækjustig er óskaplega vitlaust og fok-dýrt í framkvæmd.

Í lokin er klikkt út með sorglegri yfirlýsingu um að borgarahreyfingin leggi sig niður þegar markmiðunum hefur verið náð eða bara þegar menn gefast upp.

Rúnar: "Á móti" er ekki og getur ekki verið lífvænleg stefna ef það er allt sem fólk ætlar sér að sameinast um. Í fótboltaliðinu er vissulega hluti liðsins sem er á móti. Það er bara hluti liðsins. Annar hluti sama liðs er í framlínu að berjast fyrir einhverju málefni ef hægt er að kalla markaskorun málefni. Ef allt liðið pakkar í vörn gerist lítið.

Þú segir "Það var það sem mótmælin í vetur gengu út á, að vera á móti spillingu og vanhæfum embætismönnum". Þetta er athyglisvert. Ég hef rætt við fólk sem segir mótmælin hafa gengið út á að mótmæla of háum vöxtum, verðtryggingu, gjaldþrotum, útrás bankanna, ICESAVE, glæfraskap þessara umtöluðu 30 eða bara fokking fokk. Ég sé ekki í stefnu O að þetta hafi verið mótmælin í hnotskurn. Þór Saari sagið á borgarafundi í sjónvarpinu að O væri búsáhaldabyltingin. Það er það sem er slæmt við O. Þar með veit enginn hvað fyrirbærið er annað en að koma Þóri Saari og Þráni Bertelssyni og þing. Það líst mér afar illa á mitt í allri umræðunni um faglegar ráningar.

Núna, þegar þessi hópur er orðinn líklegur til að koma manni á þing, er það fyrsta sem mér dettur í hug OHHHH.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 21.4.2009 kl. 12:45

8 Smámynd: Alfreð Símonarson

Allir að setja X við O

Alfreð Símonarson, 21.4.2009 kl. 13:00

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk Þrymur, langur texti um ekkert...vel gert.....

Einhver Ágúst, 21.4.2009 kl. 14:42

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir ágætis svar og hugleiðingu Ólafur.

Þar sem að eitthvað kemur óljóst fram í stefnunni, eins og gjarnan gerir í slíkum plöggum, er það vegna þess að ekki er hægt að ákvarða einhliða í málinu sem um ræðir. Eðlilega þarf gjarnan að skoða málavöxtu ítarlega og með aðilum tengdum málinu til að geta tekið endanlega afstöðu til þess. Stefnumálin hljóma ekki einhvern veginn vegna sundurleiti hópsins, þau mál sem þessi afar fjölbreytti hópur var ekki sammála um rötuðu einfaldlega ekki í stefnuskránna.

"Tiltekinn minnihluti þingmanna" - hugmyndin var að miða þar við þriðjung.

Stigskipting skattkerfis snýr fyrst og fremst einungis að hátekjuskatti og þá raunverulegum hátekjuskatti. Á laun upp á um milljón á mánuði eða meira. Þetta er ekki stór tekjupóstur fyrir ríkið heldur mun frekar réttlætismál.

Að lokum, það að leggja hreyfinguna niður er einmitt mergurinn málsins. Við erum að mótmæla flokksræðinu sem nú hefur tekið yfir hugsjónir að miklu leyti. Væri ekki ansi taktlaust að ætla þá að verða bara einn flokkurinn enn?

Það er mín einlæga von að með því að koma á þessum lýðræðis breytingum sem við erum að berjast fyrir muni opnast vettvangur fyrir hugsjóna fólk aftur í pólitík. Það er mín einlæga von að starf okkar muni á endanum skila heilbrigðara og heiðarlegra stjórnamálaumhverfi og með því styðja einnig við núverandi flokka í endurskipulagningu og innri uppbyggingu.

Baldvin Jónsson, 21.4.2009 kl. 21:30

11 identicon

Góð skrif Ólafur.

Mér finnst flokkur eins og Borgarahreyfingin heldur óljóst fyrirbæri.  Hvað með sjávarútvegsstefnuna t.d? Þetta er allt eitthvað svo þægilegt og notalegt hjá þeim - er bara ekki nógu sannfærandi og virkar sem lýðskrum.

Og að búsáhaldabyltingin hendi fýlubombu í líki Þráins Bertelssonar inn á þing þýðir ekki nýjan og ferskan blæ, aðgerðir og sættir í mínum kokkabókum.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband