Þetta kallar Ástþór staðreyndir

Á hádegisráðstefnu SKÝ nýverið hélt Daði Ingólfsson afar fróðlegt erindi. Glærurnar úr erindi hans má sjá hér á síðu SKÝ http://www.sky.is/images/stories/2009_Rafraenar_kosningar/4_Dadi.pdf Ég bendi fólki á síðu 4 í þessu erindi. Þetta notaði Ástþór Magnússon á borgarafundinum á Nasa í gærkvöldi og vísaði í sem staðreyndir. Hann sagði eitthvað á þá leið að maður hefði sannað að 94% af loforðum fyrir kosningar væri svikið eftir kosningar. Ég var á þessari ráðstefnu og það var Ástþór líka. Daði margendurtók að þetta væri algerlega skot út í loftið en samt vísar friðardúfan í þetta sem sannleika máli sínu til stuðnings.

Þessi maður kallar eftir stuðningi í næstu Alþingiskosningum. Nú þarf fólk að vara sig á lýðskrumara aldarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held að menn líti nú fyrst og fremst á friðardúfuna sem skemmtiatriði. Verst að talsmenn örflokkanna þriggja eyðilegga yfirleitt allar vitrænar umræður sem þeim er boðin þáttaka í.

Baldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband