Þá er vilji þjóðarinnar ljós

Þetta verður ekki mikið skýrara. Þjóðin hefur talað. Þeir sem vilja að Jóhanna "þver" Sigurðardóttir taki að sér starf formanns fylkingarinnar mættu í blysförina í gærkvöldi.

Það sem mér finnst athyglisverðast að sá sem hvað fastast hefur heimtað framboð Jóhönnu mætti ekki. Jón Baldvin sat bara heima. Kannski er hann orðinn of gamall til að rölta þetta eða kannski hann sé bara svona staður.


mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta snerist meira um það að þeir, sem þekkja til Jóhönnu vissu að slík blysför yrði henni ekki að skapi. Margir óttuðust meira að segja að slík blysför myndi gera hana fráhverfa frá því að taka þetta að sér. Það voru margir Samfylkingarmenn búnir að biðja skipuleggjandan að hætta við þetta. Hvers vegna heldur þú annars að Jón Baldvin hafi ekki mætt?

Ég var á framboðsfundi frabjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi í gærkvöldi og þar voru nokkrir, sem eindregið vilja að Jóhanna verði formaður. Þeir áttu það þó allir sameiginlegt að telja þessa hugmynd afleita og voru sannfærðir um að þetta væri henni ekki að skapi. Við fögnuðum mikið þegar ein kona, sem fór á netið sagði frá því að skipuleggjandinn hefði einn mætt í blysförina.

Sigurður M Grétarsson, 12.3.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ég held ekki að nokkrum manni hafi þótt þetta skynsamlega hugmynd nema þessum eina manni. Það er slétt sama hver átti í hlut, landinn kann ekki svona lagað og tekur ekki þátt í því.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 12.3.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband