Vitleysisgangur

Jóhönnu hefði verið nær að hinkra eftir sjálfri sér. Aðeins að anda rólega, klára þessa lagasetningu varðandi endurskipulagningu Seðlabanka sem hún segist vera að vinna að og fara rétt að málum. Núna stendur uppúr þessari vitleysu allri persónuleg rætni og úlfúð Forsætisráðherra i garð Seðlabankastjóra.

Það sem eftir stendur eru persónulegar ofsóknir Jóhönnu Sigurðardóttur á Davíð Oddson byggðar á pólitískri hentistefnu. Hvort sem það er rétt eða rangt að víkja Davíð úr Seðlabankanum er það ljóst að það er ekki hægt að standa verr að því en gert var.

Við skulum ekki gleyma því að þegar verið er að vísa í að einhverjir sérfræðingar eða fjölmiðlar úti í heimi lýsi undrun á því að Davíð skuli sitja enn í starfi að á bak við þau skrif öll eru persónulegar skoðanir þess einstaklings sem svo tjáir sig en ekki endilega einhver almenn skoðun einhvers massa. Sérfræðingur að sunnan er, þegar upp er staðið, bara einstaklingur með sína skoðun.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband