Ekki trúverðugur Traustason

Svei þér Jón Bjarki Magnússon. Það er sama hvert innihald þessarar upptöku var, það var dagljóst að hér var um trúnaðarmál að ræða. Reynir Traustason er ekki fínn pappír. Hann sullast um á botninum í rotþró Íslenskrar sorpfréttamennsku með Eiríki Jónssyni og fleirum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að blaðamaður, með eða án menntunar í faginu (lögreglukonan Arnþrúður Karlsdóttir leyfir sér að draga það inn til að sverta Jón Bjarka.) gætir trúnaðar við þá sem átt er samskipti við. Það bætir ekki hót þína framkomu að í hinum endanum á þessu sóðalega máli hangir Reynir Traustason.

Snúum okkur þá að kjarna málsins. Þetta mál snýst á engan hátt um frétt Jóns Bjarka að Sigurjón Þ. Árnason er með starfsemi og aðstöðu í húsakynnum Landsbankans. Það vara bara komið fram annars staðar og ekki lengur fréttnæmt. Nei, það snýst um vinnubrögð og hugarfar RT. Vinnubrögð hans eru af sama caliber og nýlegt framferði Bjarna Harðarsonar. Grey Bjarna gekk það eitt til að koma Valgerði frá og það í sjálfu sér er bara sjónarmið og eitthvað sem hann hefur rétt á að gera. Það er eingöngu hugarfarið sem bjó að baki framkomu BH sem veldur þeirri fyrirlitningu sem Bjarni uppskar. Hann hafði vit á að segja af sér og nú er spurning um Reyni Traustason. Bíðum nú róleg og fylgjumst með framhaldinu.

Rifjum líka upp hvað gerðist. Um leið og JBM lætur það spyrjast að RT hafi stöðvað þessa ómerkilegu frétt og birtir hana á öfga-vinstri síðunni "Nei" ryðst RT fram til að níða skóinn af Jóni. Hann hefur samstundis rógsherferð gegn Jóni til að ófrægja hann. RT segir að óskiljanlegt hvernig JBM geti öðlast þann skilning að utanaðkomandi aðilar hafi stöðvað fréttina þrátt fyrir að hann segi það mjög skýrt sjálfur við Jón í þeirra samtali. Nú hugsar hver sitt. Það er athyglisvert hvað Jón Bjarki mat stöðu sína rétt. Skrítið að hann skildi, svona af tilviljun, vera með upptökutæki við þetta eina tækifæri og telja sig þurfa að hafa vörn gegn Reyni Traustasyni. Ég spyr, byggði Jón þessa tortryggni sína í garð Reynis á einhverri fyrri reynslu sem gaf honum ástæðu til að búast við óheiðarlegri framgöngu Traustasonar? Á hann kannski fleiri upptökur af þeirra samtölum?

Það er þetta hugarfar og þessu framkoma Reynis sem er ámælisverð. Ef Reynir ákveður að birta ekki einhverja frétt þá hefur hann vissulega rétt á því og þarf þá að haga sínum gerðum miðað við það að hann þarf þá hugsanlega að standa fyrir máli sínu og réttlæta sínar ákvarðanir. Ritstjóri verður að meta hvað skal birta og hvað ekki. Hér lítur út fyrir að eigandi fjölmiðilsins hafi stöðvað birtingu þessar annars ómerkilegu fréttar og hann getur það. Ritstjóranum er þá í lófa lagið að standa við sína "faglegu" (gæsalappir vegna tilvísunar í Reyni Traustason) sannfæringu og láta af störfum ef viðkomandi telur um óþolandi inngrip eigandans að ræða. Standa fyrir máli sínu. Það að það sé ritstjórans fyrsta verk að grafa undan sínum starfsmanni vekur mér spurningar um hvort eigandi fjölmiðilsins getur réttlætt að hafa slíkan karakter í vinni.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona vildi forseti vor að hafa blöðin enda tala þeir ekkert um hann. Það er mikil grísalykt af þessum málum

garún (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Núna fjölgar þeim jafnt og þétt sem sjá hversu arfa-vitlaust þetta inngrip af Álftanesinu var. Hann var í einkastríði við Davíð við að verja Jón Ásgeir. Svei. Svo þeyttust þau hjón heimshorna á milli í þotu Jóns og það var bara látið litið fram hjá því. Og aftur svei!

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 16.12.2008 kl. 12:21

3 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Ekki get ég verið meira sammála Ólafi um fáránlegt inngrip nafna hanns á nesinu. Er það ekki orðið líðnum lóst að Jón Ásgeir og Hreinn Loftson nota fjölmiðlaveldi sitt tl að stjórna umræðunni og berja endalaust á mótherjum sínum.  Ég tel að réttara væri að taka upp gamla fjölmiðlafrumvarpið í stað þess að færa auglýsingatekjur frá RUV til eins aðila.

Guðmundur Jóhannsson, 16.12.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband