Ekki grafa dýpri holu

Hér er einföld ábending til borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Hættið strax og dragið ykkur út úr þessari endaleysu.

Þið genguð til þessa samstarfs eftir að hafa unnið með Ólafi F. Magnússyni í borgarstjórn um langt skeið. Ykkur var dagljóst frá upphafi að maðurinn er ósamstarfshæfur. Því ætti ykkur að vera jafn ljóst að það að grafa ykkur dýpri holu til að sökkva í gerir ekkert annað en að minnka möguleika ykkar til að komast aftur til áhrifa í borgarmálum um langa framtíð. Látið af þessu og leifið honum að grafa sér gröf. Ég er mest hræddur um að það sé nú þegar um seinan fyrir ykkur en það er kannski ekki of seint fyrir mig sem borgara.

 Einu lofa ég ykkur. Ef þið hættið ekki þessu samstarfi hið snarasta munuð þið ekki fá mitt atkvæði í næstu kosningum. Það er nú þegar orðið tvísýnt.


mbl.is Vilja breytingar á meirihlutasamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta er nú skynsamlega mælt hjá þér. Fyrri orð og gerðir manna eru vísbendingar um hvernig þeir muni standa sig í framtíðinni. Það var alveg ljóst að Ólafur Magnússon var ekki heppilegur borgarstjóri. Hann er lítill mannasættir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.8.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband